HS Orka á mark­að sem fyrst

Jarð­varmi, fé­lag 14 líf­eyr­is­sjóða, jók hlut sinn í HS Orku í 33,4% í gær. Það borg­aði tæpa fimm millj­arða króna fyr­ir. Féð á að nýt­ast í stækk­un Reykja­nes­virkj­un­ar. Vilji er til að skrá HS Orku á mark­að sem fyrst.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Til­kynnt var um það í gær að Jarð­varmi slhf., fé­lag í eigu fjór­tán líf­eyr­is­sjóða, hafi keypt nýtt hluta­fé í HS Orku fyr­ir 4,7 millj­arða króna á geng­inu 5,35 krón­ur á hlut. Áð­ur hafði Jarð­varmi keypt fjórð­ungs­hlut í fyr­ir­tæk­inu á 8,1 millj­arð króna, en þá voru við­skipt­in á geng­inu 4,63 krón­ur á hlut. Jarð­varmi á nú 33,4% hlut í HS Orku en Alterra Power, sem áð­ur hét Magma, á 66,6%. Sam­tals hef­ur Jarð­varmi greitt 12,8 millj­arða króna fyr­ir eign­ar­hlut sinn.

Þeg­ar Jarð­varmi keypti upp­haf­lega hlut í HS Orku 1. júní 2011 var deila fé­lags­ins við Norð­ur­ál vegna 150 MW orku­sölu­samn­ings til ál­vers í Helgu­vík frá ár­inu 2007 enn fyr­ir gerð­ar­dómi í Svíþjóð. Nið­ur­staða hans hefði getað haft lækk­andi áhrif á kaup­verð þess nýja hluta­fjár sem Jarð­varmi gekk frá í gær ef hún hefði orð­ið nei­kvæð fyr­ir HS Orku. Nið­ur­stað­an, sem var kunn­gjörð í des­em­ber síð­ast­liðn­um, var sú að orku­sölu­samn­ing­ur­inn ætti að standa en að hann verði að skila HS Orku við­un­andi arð­semi, sem er sér­stak­lega skil­greind í nið­ur­stöð­unni. Þá hafn­aði gerð­ar­dóm­ur­inn skaða­bóta­kröfu Norð­ur­áls á hend­ur HS Orku vegna vanefnda á samn­ingn­um.

Þar sem Jarð­varmi greiddi fullt verð í hluta­fjáraukn­ing­unni í gær er ljóst að fé­lag­ið túlk­ar nið­ur­stöðu gerð­ar­dóms­ins sem já­kvæða. Heim­ild­ir Frétta­blaðs­ins herma að fjár­fest­ing­in sé stað­fest­ing á því að Jarð­varmi telji að verð­mæti HS Orku hafi auk­ist að und­an­förnu og að þeir vilji ná sam­komu­lagi við Norð­ur­ál. Þá er það skýr stefna líf­eyr­is­sjóð­anna að HS Orka verði skráð á inn­lend­an hluta­bréfa­mark­að sem allra fyrst. Sam­kvæmt heim­ild­um Frétta­blaðs­ins telja þeir þó það ekki raun­hæf­an val­kost fyrr en bú­ið verði að semja við Norð­ur­ál.

Full­trú­ar HS Orku og Norð­ur­áls hafa ver­ið að funda að und­an­förnu til að reyna að ná sam­an í mál­inu. Með hluta­fjáraukn­ing­unni í gær var eig­ið fé HS Orku auk­ið um 4,7 millj­arða króna og telja eig­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins það nú hafa fulla fjár­hags­lega getu til að standa við sinn hluta sam­komu­lags­ins við Norð­ur­ál, ná­ist sam­komu­lag um við­un­andi verð. Fjár­mun­irn­ir verða nýtt­ir í stækk­un Reykja­nes­virkj­un­ar úr 100 MW í 180 MW. Um er að ræða þriðja og fjórða hluta upp­bygg­ing­ar Reykja­nes­virkj­un­ar.

Í kynn­ingu sem Alterra hélt fyr­ir fjár­festa 6. janú­ar síð­ast­lið­inn var gert ráð fyr­ir að fram­kvæmd­ir við stækk­un virkj­un­ar­inn­ar myndu hefjast á seinni hluta þessa árs og að þeim yrði að fullu lok­ið á fyrri hluta árs 2014. Öll virkj­ana­leyfi fyr­ir stækk­un­um liggja þeg­ar fyr­ir. Í kynn­ing­unni kom einnig fram að stefnt væri að því að virkja um 50 MW af orku í Eld­vörp­um fyr­ir lok árs 2016.

Norð­ur­ál hef­ur hug á að byggja ál­ver í Helgu­vík í fjór­um áföng­um. 150 MW af orku þarf í hvern áfanga og Norð­ur­ál hef­ur lýst því yf­ir að ál­ver­ið verði ekki klár­að nema að bú­ið sé að tryggja orku fyr­ir tvo áfanga, alls 300 MW.

thor­d­[email protected] fretta­bla­did.is

FRÉTTABLAЭIÐ/GVA

HELGU­VÍK Fyrsta skóflu­stung­an að ál­veri Norð­ur­áls í Helgu­vík var tek­in í júní 2008. Þá átti að taka fyrsta áfanga í gagn­ið á ár­inu 2010. Nú er ljóst að hann verð­ur ekki tek­inn í gagn­ið fyrr en í fyrsta lagi á fyrri hluta árs 2014 ná­ist samn­ing­ar um...

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.