Ákveð­ið í ár hvar verð­ur byrj­að

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið (SE) mun taka ákvörð­un um það á þessu ári hvaða mark­að­ur verð­ur fyrst tek­inn fyr­ir í svo­kall­aðri mark­aðs­rann­sókn. Þetta stað­fest­ir Páll Gunn­ar Páls­son, for­stjóri SE. Mark­aðs­rann­sókn er nýtt form rann­sókna hjá SE sem kaf­ar mun dýpra of­an í hagræna þætti mark­aða. Hún á að vera und­an­fari beit­ing­ar ákvæð­is sem ger­ir eft­ir­lit­inu með­al ann­ars kleift að skipta upp fyr­ir­tækj­um án þess að sam­keppn­islaga­brot hafi ver­ið fram­in.

SE gaf út um­ræðu­skjal í byrj­un fe­brú­ar og ósk­aði í kjöl­far­ið eft­ir sjón­ar­mið­um mark­aðs­að­ila sem gætu nýst við ákvörð­un um fyrstu mark­aðs­rann­sókn. Að sögn Páls Gunn­ars hafa eng­in sjón­ar­mið borist enn sem kom­ið er. Frest­ur til að koma þeim á fram­færi er til 15. mars. Í um­ræðu­skjal­inu er sér­stak­lega minnst á að á liðn­um miss­er­um hafi mest­ur hluti ráð­stöf­un­ar­tíma SE far­ið í: Mat­vöru-/ dag­vörumark­að, fjár­mála­mark­að, fjar­skipta­mark­að og flutn­ings­mark­að.

Páll Gunn­ar seg­ir SE ekki hafa tek­ið ákvörð­un um hvaða mark­að­ur verði fyrst rann­sak­að­ur. „Við höf­um ósk­að eft­ir sjón­ar­mið­um um mál­ið og hags­muna­að­il­um á ýms­um mörk­uð­um gefst nú kost­ur á að hafa skoð­un á því. Það er mjög mik­il­vægt að vanda val­ið. Við höf­um tak­mark­að fjár­magn til að ráð­stafa í þess­ar rann­sókn­ir auk þess sem þær eru mjög ýt­ar- leg­ar og taka tals­verð­an tíma. Menn geta þó vænst þess að þær taki ekki meira en tvö ár. Þess vegna skipt­ir máli að nýta þann tíma eins vel og hægt er og velja rétt­an mark­að til að rann­saka. Svona rann­sókn­ir hafa ver­ið fram­kvæmd­ar í Bretlandi og við horf­um á þá fram­kvæmd í þess­um efn­um. Þar er skipu­lag­ið svip­að og við er­um að leggja til að verði tek­ið upp hérna.“

Sam­kvæmt laga­heim­ild sem lög­fest var í fyrra mun SE verða gert kleift að skipta upp fyr­ir­tækj­um sem eft­ir­lit­ið tel­ur að hamli sam- keppni án þess að þau hafi fram­ið sam­keppn­islaga­brot. Und­an­fari beit­ing­ar slíkr­ar heim­ild­ar verð­ur þó að vera ýt­ar­leg mark­aðs­rann­sókn. Páll Gunn­ar seg­ir þess­um heim­ild­um fylgja eðli­leg krafa um sönn­un­ar­byrði. „Til að geta beitt svona úr­ræð­um er lögð tals­verð sönn­un­ar­byrði á sam­keppn­is­yf­ir­völd og þess­ar rann­sókn­ir eru að­ferð­in sem við hyggj­umst beita til að kalla fram nægj­an­leg­ar upp­lýs­ing­ar til að geta hugs­an­lega fært fram sönn­ur fyr­ir sam­keppn­is­hamlandi að­stæð­um.“

- þsj

FRÉTTABLAЭIÐ/GVA

FORSTJÓRIN­N Páll Gunn­ar Páls­son seg­ir enga ákvörð­un hafa ver­ið tekna um hvaða sam­keppn­ismark­að­ur verði rann­sak­að­ur fyrst.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.