Ramm­inn í rusl­ið? R

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða - SKOЭUN Ólaf­ur Þ. Stephen­sen

amm­a­áætl­un um vernd­un og nýt­ingu vatns­afls og jarð­varma átti að vera bú­ið að af­greiða sem álykt­un frá Alþingi fyr­ir janú­ar­lok. Enn er mál­ið þó ekki kom­ið á dag­skrá þings­ins. Ým­is ákvæði drag­anna sem lögð voru fram til um­sagn­ar á síð­asta ári standa einkum í þing­mönn­um Vinstri grænna. Þannig er gert ráð fyr­ir að ráð­ast í virkj­an­ir í neðri hluta Þjórsár, sem marg­ir í þing­flokki VG geta ekki hugs­að sér. Fleiri svæði, sem sam­kvæmt drög­un­um eru í nýt­ing­ar­flokki, eru um­deild.

Með drög­un­um að ramm­a­áætl­un var stig­ið stórt skref í þágu nátt­úru­vernd­ar. Hugs­un­in að baki áætl­un­inni var að draga sam­an fá­an­leg gögn um hina ýmsu virkj­ana­kosti og meta þá út frá sjón­ar­horn­um ork­u­nýt­ing­ar, nátt­úru­vernd­ar, ferða­mennsku, efna­hags- og sam­fé­lags­áhrifa og vernd­ar forn­leifa og menn­ing­ar­minja. Nið­ur­stað­an af þessu mati er að að­eins um fjórð­ung­ur virkj­an­legr­ar orku á land­inu fer í nýt­ing­ar­flokk. Það þætti ein­hverj­um um­tals­verð­ur sig­ur nátt­úru­vernd­ar, enda var við gerð drag­anna geng­ið lengra í frið­un­ar­átt en verk­efn­is­stjórn ramm­a­áætl­un­ar gerði upp­haf­lega. Nátt­úr­an var lát­in njóta vaf­ans.

Inn­an VG vilja menn hins veg­ar ganga lengra. Und­an­farn­ar vik­ur hafa ým­is nátt­úru­vernd­ar­sam­tök einnig lát­ið í sér heyra og vilja ganga miklu lengra í vernd­un­ar­átt en gert er í drög­un­um. Í þess­um mál­flutn­ingi er al­gengt við­kvæði að kom­ið sé nóg af virkj­un­um; Ís­lend­ing­ar hafi virkj­að langt um­fram eig­in þarf­ir og meiri­hluti ork­unn­ar fari til stór­iðju, sem líka sé kom­ið nóg af.

Frek­ari upp­bygg­ing stór­iðju er reynd­ar eitt af tæki­fær­um okk­ar til at­vinnu­upp­bygg­ing­ar og hag­vaxt­ar. Ákvörð­un um að virkja ekki meira er um leið ákvörð­un um að af­þakka slík­an hag­vöxt. Því er hins veg­ar ósvar­að hvort tals­menn þessa sjón­ar­miðs telja að virkja mætti vegna ann­ars kon­ar starf­semi, til dæm­is til að knýja gagna­ver eða til að fram­leiða vetni á bíla- og skipa­flota lands­manna.

Þeir sem vilja ein­fald­lega hætta að virkja eru um leið að segja að öll sú vinna, sem lögð hef­ur ver­ið í ramm­a­áætl­un, hafi ver­ið óþörf. Og að þeim hálfa millj­arði króna sem fór í verk­efn­ið hafi eins mátt henda út um glugg­ann. Þeir segja um leið að ekki sé mark tak­andi á allri þeirri gagna­öfl­un og mati vís­inda­manna, sem ligg­ur að baki nú­ver­andi drög­um. Vernd­un­ar­sjón­ar­mið­in hafi all­an tím­ann átt að hafa hundrað pró­sent vægi, nýt­ing­ar­sjón­ar­mið­in núll.

Í Frétta­blað­inu í gær sagð­ist Svandís Svavars­dótt­ir um­hverf­is­ráð­herra ef­ins um að núlif­andi kyn­slóð eigi að taka ákvarð­an­ir um nýt­ingu virkj­ana­kosta „í eitt skipti fyr­ir öll“. Auð­vit­að er sú for­gangs­röð sem Alþingi ákveð­ur ekki höggv­in í stein. En hug­mynd­in með ramm­a­áætl­un var að skapa breiða sátt til langs tíma um það hvar skuli virkja og hvaða svæði skuli vernd­uð og að sú sátt bygg­ist á vís­inda­leg­um gögn­um og fag­legu mati.

Ef ganga á þvert gegn þess­um sjón­ar­mið­um og láta þá póli­tík að nú eigi að hætta að virkja á Íslandi ráða för, er um leið opn­að fyr­ir mögu­leik­ann á að nýr þing­meiri­hluti með aðra af­stöðu til virkj­ana krukki í ramm­a­áætl­un­ina að aflokn­um næstu kosn­ing­um eða kannski þar­næstu og end­urr­aði orku­kost­um eft­ir sínu höfði.

Nú virð­ist full þörf á að menn rifji upp sjón­ar­mið­in sem lágu upp­haf­lega að baki því að ráð­izt var í þetta mikla og nauð­syn­lega verk­efni og láti þau ráða við af­greiðslu máls­ins.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.