Brennu­varg­ar snúa aft­ur

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða - Stjórn­mál Pét­ur Ólafs­son bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Kópa­vogi

Svo

virð­ist sem stjórn­mála­menn líti á að þeim sé heim­ilt að hagræða sann­leik­an­um ef lík­ur eru á að dóm­ur sög­unn­ar verði þeim ekki hlið­holl­ur. Engu er lík­ara en sú sé raun­in um Hjálm­ar Hjálm­ars­son bæj­ar­full­trúa Næst­besta flokks­ins í Kópa­vogi. Hann hef­ur mark­visst reynt að firra sig ábyrgð á því að sprengja meiri­hluta Sam­fylk­ing­ar, Vinstri grænna, Næst­besta flokks og Y-lista Kópa­vogs­búa sem sat hér frá því í júní­mán­uði ár­ið 2010. Í grein­inni fer ég yf­ir nokkr­ar stað­reynd­ir sem fram komu á fund­um hjá okk­ur allt frá því að boð­að var til fund­ar 12. janú­ar sl. þar sem starfs­lok bæj­ar­stjóra voru til um­ræðu.

Skýr nið­ur­staða fund­ar

Á þess­um fundi voru starfs­lok­in rædd, ekki í fyrsta sinn og ekki í ann­að sinn. Á þeim meiri­hluta­fund­um þar sem fram­tíð bæj­ar­stjóra var til um­ræðu, m.a. í sept­em­ber­mán­uði á síð­asta ári og á vor­mán­uð­um sama árs, var í báð­um til­vik­um kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að við bæj­ar­stjór­ann skyldi rætt, m.a. um verk­efn­in sem fyr­ir lágu og þau sem að baki voru. Von­ast var eft­ir bót­um og betr­un en sú varð ekki raun­in. Þeg­ar kom á dag­inn það sem all­ir vissu að veru­leg­ir brest­ir voru tekn­ir að mynd­ast í trausti meiri­hlut­ans í garð bæj­ar­stjóra, var boð­að til þessa fund­ar. Og til að taka af öll tví­mæli þar um, þá sagði Guðríð­ur Arn­ar­dótt­ir, formað­ur bæj­ar­ráðs, á þeim fundi að hún skyldi fara á fund bæj­ar­stjóra dag­inn eft­ir (föstu­dag) til að ræða henn­ar starfs­lok. Öllu skýr­ara og öllu ein­fald­ara verða hlut­irn­ir ekki. Það var ómögu­legt að skilja hlut­ina öðru­vísi og munu hvorki ég, né aðr­ir bæj­ar­full­trú­ar á fund­in­um taka ábyrgð á allt að því klaufa­leg­um mis­skiln­ingi bæj­ar­full­trúa Næst­besta flokks­ins á svo mik­il­vægu at­riði.

Ópóli­tísk­ur bæj­ar­stjóri

Á föstu­degi geng­ur Guðríð­ur Arn­ar­dótt­ir sem sagt á fund bæj­ar­stjóra og ger­ir henni grein fyr­ir ákvörð­un meiri­hlut­ans. Á sunnu­deg­in­um 15. janú­ar fer af stað at­burða­rás sem end­ar með því að mál­efn­um bæj­ar­stjóra er lek­ið í fjöl­miðla, svo mark­visst raun­ar að stærstu frétta­stof­urn­ar birta frétt­ir á sama tíma um mál­ið. Í kjöl­far­ið hitt­umst við bæj­ar­full­trú­ar meiri­hlut­ans til að funda um næstu skref. Bæj­ar­full­trú­ar Y-lista Kópa­vogs­búa og Næst­besti flokk­ur­inn lýsa því yf­ir að þau vilja ekki fá póli­tísk- an bæj­ar­stjóra. Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar og Vinstri grænna sam­þykktu það eft­ir tals­verð­ar um­ræð­ur um efn­ið. Þar við sat. Á fundi kvöld­ið eft­ir, mánu­dag­inn 16. janú­ar sl., hóf­um við að kasta á milli okk­ar nöfn­um að heppi­leg­um bæj­ar­stjóra. Eng­in lend­ing var eft­ir þann fund og ákveð­ið að hitt­ast dag­inn eft­ir.

Ör­vænt­ing gríp­ur um sig

Rétt er að taka fram að á þess­um tíma­punkti var ekk­ert sem benti til ann­ars en við mynd­um finna heppi­leg­an kandí­dat í stól bæj­ar­stjóra. Góð­ur andi var yf­ir öll­um þess­um fund­um og hug­ur í bæj­ar­full­trú­um yf­ir verk­efn­un­um sem framund­an voru. Þess vegna kem­ur það eins og þruma úr heið­skíru lofti þeg­ar Hjálm­ar Hjálm­ars­son mætti á fund odd­vita meiri­hluta­flokk­anna dag­inn eft­ir og sagð­ist ekki geta starf­að með þeim leng­ur. Ástæð­una seg­ir hann vera að­ferð­ina frek­ar en að­gerð­ina um starfs­lok bæj­ar­stjóra. Enn þann dag í dag átta ég mig hvorki á væg­ast sagt af­ar veiku til­efni bæj­ar­full­trú­ans til að sprengja meiri­hlut­ann, né ör­vænt­ing­ar­full­um að­gerð­um hans liðna daga til að reyna að firra sig ábyrgð á þeim slit­um sem höfðu þær beinu af­leið­ing­ar að nú hafa gömlu ref­irn­ir sem settu bæj­ar­fé­lag­ið nán­ast þráð­beint á höf­uð­ið kom­ist til valda á ný.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.