Kom­in í sam­band við for­lag í Dan­mörku

Úr einni flík í aðra, leið­bein­inga­bók um breyt­ing­ar og end­ur­nýt­ingu á fatn­aði, kom út í síð­ustu viku. Höf­und­ur­inn er þeg­ar kom­inn í við­ræð­ur við danska for­lagið Mell­em­gård um út­gáfu bók­ar­inn­ar þar í landi.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Bók­in heit­ir Úr einni flík í aðra og í henni eru tutt­ugu og sex verk­efni sem sýna hvernig á að breyta föt­um,“seg­ir Elín Arn­dís Gunn­ars­dótt­ir, höf­und­ur og út­gef­andi bók­ar­inn­ar. „Verk­efn­in eru út­skýrð bæði skrif­lega, í ein­föld­um þrep­um, og mynd­rænt með teikn­ing­um. Þannig að fólk get­ur les­ið leið­bein­ing­arn­ar og not­að teikn­ing­arn­ar sem stuðn­ing. Þetta eru til­tölu­lega auð­veld­ar leið­bein­ing­ar og mið­að við þau við­brögð sem ég hef feng­ið er fólk mjög ánægt með bók­ina.“

Fleiri en ánægð­ir not­end­ur hafa sýnt bók­inni áhuga. Elín er kom­in í sam­band við dansk­an út­gef­anda sem íhug­ar að gefa bók­ina út. „Mig lang­aði til að koma bók­inni út á Norð­ur­lönd­un­um og setti mig í sam­band við sænsk, norsk og dönsk for­lög,“seg­ir Elín. „Danska for­laginu Mell­em­gård leist svo vel á bók­ina að þeir eru akkúrat núna að skoða hana með út­gáfu í huga.“Elín ger­ir ráð fyr­ir því að þýða bók­ina sjálf á dönsku, ef til út­gáfu kem­ur, enda bjó hún um tíu ára skeið í Dan­mörku og er þaul­kunn­ug tungu­mál­inu. „Þeir tóku sér tvær vik­ur í að skoða bók­ina og gefa mér svar, þannig að ég bíð bara spennt.“seg­ir hún.

Elín Arn­dís Gunn­ars­dótt­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.