Þekkj­um all­ar ein­hvern Sigga

Geð­veiki og dæg­ur­lög nefn­ist ný­stár­leg skemmti­dag­skrá í um­sjón Ótt­ars Guð­munds­son­ar og Jó­hönnu Þór­halls­dótt­ur í Iðnó á morg­un.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Við ætl­um að taka þekkt dæg­ur­lög og skoða þau með aug­um geð­lækn­is­ins,“seg­ir Jó­hanna Þór­halls­dótt­ir söng­kona sem ásamt Ótt­ari Guð­munds­syni geð­lækni stend­ur fyr­ir dag­skrá í Iðnó klukk­an 17 á morg­un. Yfirskrift dag­skrár­inn­ar er Geð­veiki og dæg­ur­lög.

„Ótt­ar ætl­ar að skoða per­són­urn­ar sem sung­ið er um og greina hvað hrjá­ir þær. Ég og hljóm­sveit­in gef­um svo hljóð­dæmi sem und­ir­strika orð hans,“seg­ir Jó­hanna. En hvaða fólk er þetta sem augu þeirra bein­ast að? „Uppá­hald­ið mitt er hún Lilla Jóns,“seg­ir Jó­hanna. „Hún er dá­lít­ið spes týpa. Svo er Sig­urð­ur sjómað­ur þarna, sá nars­iss- isti. Hann er dá­lít­ið dæmi­gerð­ur. Við þekkj­um all­ar ein­hvern Sigga. Simbi sjómað­ur kem­ur líka við sögu, Barn­ið á kránni, eða fað­ir þess öllu held­ur, og fleiri og fleiri. Nokkr­ir text­arn­ir fjalla um áv­ana- og fíkni­efni og áhrif þeirra á líf per­són­anna og svo eru alls kon­ar geð­deild­ark­andi­dat­ar inn á milli. Það er far­ið víða og ekki allt jafn há­tíð­legt, enda er þetta meira hugs­að sem skemmti­at­riði en al­var­leg út­tekt.“

Hljóm­sveit­in Mús­ík­mafían sem leik­ur und­ir hjá Jó­hönnu er skip­uð þeim Að­al­heiði Þor­steins­dótt­ur pí­anó­leik­ara, Gunn­ari Hrafns­syni bassa­leik­ara og Kjart­ani Guðna­syni trommu­leik­ara.

FRÉTTABLAЭIÐ/ANTON

Geð­veiki og dæg­ur­lög. Jó­hanna Þór­halls­dótt­ir söng­kona og Ótt­ar Guð­munds­son geð­lækn­ir standa fyr­ir dag­skrá í Iðnó á morg­un.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.