Frí frá heim­il­is­störf­um og upp­eldi besta gjöf­in

Sá mis­skiln­ing­ur er út­breidd­ur að kon­ur krefj­ist dýrra gjafa, íburð­ar­mik­illa blóm­vanda og stórra kon­fekt­kassa á konu­dag­inn. Það er ekki svo. Flest­ar kon­ur kjósa held­ur frí frá upp­eldi og heim­il­is­störf­um.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Flest­ar kon­ur á aldr­in­um 30 til 49 ára telja hvíld og slök­un eft­ir­sókn­ar­verð­ustu gjöf­ina sem maki þeirra get­ur gef­ið þeim. Þetta kem­ur fram í ný­legri könn­un sem greint er frá á frétta­vefn­um foxnews.com.

Grein­in er eft­ir Laurie Pu­hn sem er lög­fræði­mennt­uð frá Har­vard en sér­hæf­ir sig í ráð­gjöf hjóna og para. Könn­un­in var gerð á vefn­um af fyr­ir­tæki Pu­hn og var spurn­ing­unni varp­að til kvenna fyr­ir Va­lentínus­ar­dag­inn í vik­unni. Þó má gera ráð fyr­ir að yf­ir­færa megi svör kvenn­anna á hinn ís­lenska konu­dag sem er nú á sunnu­dag­inn.

Nið­ur­stöð­urn­ar voru á þessa leið: 72% kvenna vildu fá frí frá heim­il­is­verk­un­um og/eða barna­upp­eldi þenn­an dag. 14% kvenna vildu að mak­inn byði

þeim út að borða. 9% kvenna vildu gjöf. 5% kvenna vildu kyn­líf.

Þá kom einnig í ljós að kon­ur eldri en 50 ára, kon­ur yngri en 30 og karl­ar al­mennt voru á móti gjöf­um sem keypt­ar voru í búð­um. Flest­ir í þess­um hópi töldu far­sæl­ast að skipu­leggja eitt­hvað fal­legt í kvöld­mat­inn.

Laurie Pu­hn hef­ur gef­ið út met- sölu­bók­ina „ Fig­ht Less, Lo­ve More: 5-Minu­te Con­versati­ons to Change Your Relati­ons­hip Wit­hout Blow­ing Up or Gi­ving In,“og gef­ur reglu­lega góð sam­bands­ráð á ýms­um banda­rísk­um sjón­varps­stöðv­um. Henn­ar helsta ráð er: „Segðu það sem þú mein­ar og meintu það sem þú seg­ir.“Á Va­lentínus­ar­dag­inn og því konu­dag­inn fyr­ir okk­ur Ís­lend­inga seg­ir hún ekk­ert at­huga­vert við að kon­ur láti maka sinn vita hvað þær lang­ar í. Ef kon­an vill frí í einn dag á hún að láta vita, ef hún vill fara út að borða á hún að biðja mann­inn sinn að panta borð.

Á konu­dag­inn ættu karl­menn­irn­ir að taka til hend­inni á heim­il­inu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.