Æv­in­týr­in lifna við

Á ösku­dag gefst börn­um tæki­færi til að feta op­in­ber­lega í fót­spor eft­ir­læt­is sögu­per­sóna sinna. Í Menn­ing­ar­mið­stöð­inni Gerðu­bergi hef­ur tex­tíl­hönn­uð­ur­inn Krist­ín Þóra Guð­bjarts­dótt­ir kennt börn­um að út­búa eig­in ösku­dags­bún­inga á Heims­degi barna og gef­ur h

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Ekki þarf að tjalda miklu til, né fara illa með fjár­hag fjöl­skyld­unn­ar til að láta drauma barna ræt­ast á ösku­dag­inn. Bæði er leik­ur einn og skemmt­un fyr­ir börn og for­eldra að föndra ösku­dags­bún­inga sam­an og börn­in stolt yf­ir að klæð­ast afrakstri sín­um í bún­inga­gerð­inni.

Á Heims­degi barna í Gerðu­bergi í fyrra var Krist­ín Þóra með bún­inga­smiðju þar sem hún bauð börn­um að bregða sér í gervi blóðsug­unn­ar Drakúla greifa frá Tr­an­sylvan­íu. Sjá má ein­falt snið að skikkju hans hér á síð­unni ásamt vígtönn­um, en efni­við­ur er stór, svart­ur plast­poki, rauð­ur krep- papp­ír og jól­ar­autt krullu­band. Hvítt pappakart­on er not­að til tann­smíða og fest­ast víg­tenn­urn­ar af sjálfu sér með munn­vatni blóðsug­anna.

Á ný­liðn­um Heims­degi barna í Gerðu­bergi um síð­ustu helgi stóð Krist­ín Þóra aft­ur fyr­ir bún­inga­smiðju fyr­ir börn og nú sner­ist æv­in­týr­ið um vetr­ar­rík­ið; heim snædrottn­inga og snækónga. Efni­við­ur í skikkj­ur þeirra er hinn sami: stór, hvít­ur rusla­poki með sam­an­brotn­um kraga úr blá­um kreppapp­ír, rykkt­um sam­an með bláu krullu­bandi og kór­óna úr pappa, álp­app­ír og silfr­uðu jóla­skrauti.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.