Tulipop vel tek­ið á Ambiente í Frankfurt

Við­tök­ur fóru fram úr björt­ustu von­um þeg­ar hönn­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Tulipop kynnti vör­ur sín­ar á sýn­ing­unni Ambiente í Frankfurt á dög­un­um. Stór­ir dreif­ing­ar­að­il­ar vilja koma vör­um Tulipop á fram­færi í Evr­ópu.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

„ Þetta fór frek­ar ró­lega af stað en á þriðja degi varð allt vit­laust. Skyndi­lega vor­um við um­kringd­ar inn­kaupa­stjór­um frá virt­um hönn­un­ar versl­un­um og blaða­mönn­um sem áttu ekki orð fyr­ir hrifn­ingu. Einn sagði Tulipop vera svar Ís­lend­inga við Múmí­nálf­un­um. Ann­ar keypti alla lín­una eins og hún legg­ur sig með þeim orð­um að hann festi eig­in­lega aldrei kaup á neinu á sýn­ing­unni sjálfri. Hon­um fannst hún svo flott að hann hrein­lega stóðst ekki mát­ið,“seg­ir hönn­uð­ur­inn Signý Kol­beins­dótt­ir og ann­ar eig­andi ís­lenska hönn­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Tulipop.

Þar á Signý við þær glimr­andi góðu við­tök­ur sem fyr­ir­tæk­ið hlaut á sýn­ing­unni Ambiente í Frankfurt á dög­un­um. Ambiente er ein stærsta og virt­asta sýn­ing heims á sviði gjafa­vöru, hús­bún­að­ar og borð­bún­að­ar og er sótt af um 145 þús­und versl­ana­eig­end­um og dreif­ing­ar­að­il­um hvaðanæva úr heim­in­um á ári hverju. Tulipop var eina ís­lenska fyr­ir­tæk­ið á sýn­ing­unni og náðu for­svars- menn þess að landa mik­il­væg­um samn­ing­um við virt­ar hönn­un­ar­versl­an­ir á meg­in­landi Evr­ópu, þar á með­al við Klever­ing í Hollandi og Pylones á Ítal­íu.

Að sögn Helgu Árna­dótt­ur fram­kvæmda­stjóra Tulipop á hug­mynda­fræði merk­is­ins ekki síst þátt í þeim góðu við­tök­um sem lín­an hlaut ytra en hún inni­held­ur með­al ann­ars mat­ar­stell, diska- mott­ur, lampa, minn­is­bæk­ur og tæki­fær­i­skort fyr­ir börn og full­orðna. „Við kynnt­um Tulipop sem heil­an æv­in­týra­heim með þrett­án fíg­úr­um sem hver og ein á sína sögu. Fólk kol­féll fyr­ir þess­ari fant­as­íu.“

Stef­an Nil­son, einn helsti tísku­fröm­uð­ur Svía, hef­ur í kjöl­far­ið birt mynd­ir og já­kvæða um­fjöll­un um Tulipop á vef­síð­unni trend­grupp­en.se og út­send­ar­ar frá hinu virta banda­ríska tíma­riti Gift Shop hafa sett diska frá Tulipop á lista yf­ir „skyldu­kaup“fyr­ir vor­ið.

Þær Signý og Helga eiga nú í frek­ari samn­inga­við­ræð­um við er­lenda að­ila sem hafa áhuga á að koma vör­um Tulipop á fram­færi. „Við verð­um ör­ugg­lega að fara í gegn­um öll til­boð­in á næstu vik­um,“seg­ir Helga og bæt­ir við að Ambiente muni klár­lega opna fyr­ir­tæk­inu marg­ar nýj­ar dyr í Evr­ópu en vör­ur Tulipop eru nú seld­ar í versl­un­um í Banda­ríkj­un­um, Þýskalandi, Svíþjóð og á Ír­landi auk Ís­lands.

Sýn­ing­ar­bás Tulipop var í höll ell­efu á svo­köll­uðu Young & Tren­dy-svæði sem mjög eft­ir­sótt er að kom­ast á, að sögn þeirra Sig­nýj­ar og Helgu. „Eft­ir að við send­um út pruf­ur buðu for­svars­menn Ambiente okk­ur sér­stak­lega bás á svæð­inu.“Með­al annarra...

Fjöldi lit­ríkra fíg­úra býr í töfra­heimi Tulipop, Bubble, Maddý, Skully og fleiri.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.