Skraut­legt í úti­leg­una

Fyr­ir­tæk­ið FieldC­an­dy fram­leið­ir tjöld sem eru til þess gerð að vekja at­hygli.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Tjöld eru í flest­um til­vik­um frem­ur eins­leit, enda eru þau frem­ur hönn­uð með hag­kvæmni en út­lit í huga. Fyr­ir­tæk­ið FieldC­an­dy í Banda­ríkj­un­um hef­ur hins veg­ar tek­ið ann­an pól í hæð­ina. Það fékk til liðs við sig átján hönn­uði, lista­menn, ljós­mynd­ara og graf­íska hönn­uði til að búa til mynstur á tjöld­in þeirra og eru mörg hver af­ar sér­stæð. Þess­ar mynd­ir voru síð­an prent­að­ar á tjald­him­in sem þek­ur venju­legt tveggja manna tjald. Á vef­síðu fyr­ir­tæk­is­ins er að finna yf­ir fjöru­tíu mynstur eft­ir átján lista­menn og er úr­val­ið mik­ið. Fólk get­ur val­ið sér tjald sem lít­ur út eins og gras, nammi, osta­stykki, múr­stein­ar og allt þar á milli.

www.fieldc­an­dy.com

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.