Kven­leik­inn upp­mál­að­ur

Einka­þjálf­ar­inn Krist­björg Jón­as­dótt­ir kepp­ir á WBFFheims­meist­ara­móti í Bik­iní Fit­n­ess í Kan­ada í ág­úst.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Bik­iní Fit­n­ess snýst um stælt­an en of­ur kven­leg­an vöxt, þannig að feg­urð kven­lík­am­ans fái not­ið sín til hins ítr­asta,“seg­ir Krist­björg þar sem hún rækt­ar sinn eig­in kropp og annarra í Laug­um. Fram und­an er WBFF-heims­meist­ara­mót í Tóron­tó í ág­úst þar sem Krist­björg kepp­ir í fyrsta sinn við at­vinnu­menn í Bik­iní Fit­n­ess.

„Það verð­ur mjög spenn­andi, en ég þurfti lít­ið að hafa fyr­ir at­vinnu­manna­kort­inu,“seg­ir hún hlæj­andi og vís­ar til þess þeg­ar Paul Dill­ett, heims­fræg­ur vaxt­ar­rækt­ar­mað­ur og stofn­andi World Bo­dybuild­ing and Fit­n­ess Federati­on (WBFF) sá hana í rækt­inni þeg­ar hann kom til Ís­lands í vet­ur.

„Þá leist hon­um svona ljóm­andi vel á mig að hann vatt sér upp að mér í tækja­saln­um og bauð mér at­vinnu­manna­kort á staðn­um,“seg­ir hún bros­mild.

Krist­björg fékk ung áhuga á hreysti og hreyf­ingu. Hún æfði fót­bolta á Álfta­nesi frá níu ára aldri, en fór að halla sér meira að lík­ams­rækt í tækja­sal þeg­ar nálg­að­ist tví­tugt.

„Mér fannst strax gam­an að rækta lík­amann með lóð­um en smit­að­ist af fit­n­ess-bakt­erí­unni þeg­ar besta vin­kona mín keppti í fit­n­ess vor­ið 2010,“seg­ir Krist­björg sem mætti sjálf til keppni um haust­ið sama ár og lenti í öðru sæti á bikar­móti IFBB.

En hvað kost­ar að kom­ast í svo glæsi­legt bik­iníform?

„Mikl­ar æf­ing­ar og hollt mataræði. Fit­n­ess er lífs­stíll sem útheimt­ir mik­inn sjálf­saga og vilja­styrk, og get­ur ver­ið mjög erf­ið­ur and­lega og lík­am­lega. Ég æfi sex til tólf sinn­um í viku og hef einn hvíld­ar- og nammi­dag, en borða hina dag­ana holl­an kost sex sinn­um á dag. Þá passa ég vel upp á skammta­stærð­ir og hef van­ið mig á að borða hægt og ró­lega,“upp­lýs­ir Krist­björg sem á næstu dög­um opn­ar sína eig­in fjar­þjálf­un­ar­síðu.

Hún seg­ir sjálfs­traust sitt hafa auk­ist í takt við æ betra lík­ams­form og því fylgi mik­il vellíð­an.

„ Jú, jú, auð­vit­að er mað­ur ör­ugg­ur með sig á bik­iníi á sund­laug­ar­bakk­an­um, en ég velti því minna fyr­ir mér eft­ir að fit­n­ess varð lífs­stíll. Nú finnst mér ekk­ert eðli­legra en að vera í fínu formi, þótt ég sé alls ekki í keppn­is­formi all­an árs­ins hring. Slíkt er bein­lín­is óhollt því þá get­ur mað­ur ekki leyft sér neitt og það verð­ur leið­in­legt til lengd­ar. Lík­ams­rækt verð­ur ein­fald­lega að vera skemmti­leg.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.