Wipeout í Vest­ur­bæn­um

Lang­þráð vetr­ar­frí hófst í gær í flest­um grunn­skól­um Reykja­vík­ur­borg­ar. Frí­stunda­mið­stöðv­ar, fé­lags­mið­stöðv­ar og sund­laug­ar borg­ar­inn­ar standa fyr­ir ým­iss kon­ar dag­skrá svo eng­um ætti að leið­ast.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

„Við ætl­um að smita út gleð­inni í starf­inu hjá okk­ur og það verð­ur mik­ið stuð,“seg­ir Stein­unn Grét­ars­dótt­ir, starfs­mað­ur í Frí­stunda­mið­stöð­inni Frosta­skjóli, en mið­stöð­in stend­ur fyr­ir Wipeout­keppni í Vest­ur­bæj­ar­laug­inni í dag.

„Við setj­um upp tvær keppn­ir, Wipeout og Minu­te to win it. Hug­mynd­in kem­ur beint frá krökk­un­um í frí­stunda­mið­stöð­inni en þau horfa á þessa þætti í sjón­varp­inu og finnst þetta skemmti­legt,“seg­ir Stein­unn og ít­rek­ar að dag­skrá­in sé öllum op­in. „Reykja­vík­ur­borg býð­ur öllum sem eru í vetr­ar­fríi upp á dag­skrá. Fólk þarf ekki að sýna fram á bú­setu í hverf­inu,“seg­ir hún og hlær.

Wipeout-keppn­in fer fram í laug­inni og er ætl­uð 9 ára og upp úr. Bú­ið er að setja upp þrauta­braut um laug­ina sem þátt­tak­end­ur fara í gegn­um með­an klukk­an tif­ar. Þó að keppn­in eigi sér fyr­ir­mynd í banda­rísku sjón­varps­þátt­un­um verð­ur braut­in þó ekki al­veg eins.

„ Hún verð­ur eitt­hvað minni í snið­um en mjög skemmti­leg. Krakk­arn­ir renna sér nið­ur renni­braut­ina með bolta og skora körfu, kafa síð­an eft­ir ein­hverju dóti, hlaupa upp á bakk­ann þar sem verð­ur spraut­að á þau vatni og renna sér svo nið­ur upp­blásna renni­braut. Svo þurfa þau að fara

Fram­hald af for­síðu yf­ir fljót­andi fleka sem bú­ið er að binda sam­an, sækja dúkku og koma henni fyr­ir,“út­skýr­ir Stein­unn.

„Minu­te to win it-keppn­in fer ekki fram of­an í laug­inni og hent­ar öllum ald­urs­hóp­um. Leik­ur­inn felst í þraut­um sem á að leysa á einni mín­útu. Til dæm­is að hrista borð­tennis­kúl­ur úr tis­sjú­boxi sem fest er aft­an við bak, kasta hálf­fullri vatns­flösku svo hún lendi stand­andi uppi á borði, og flokka spil. Ein­falt en skemmti­legt og mik­ið fjör.“

Í Wipeout-keppn­ina þarf að skrá sig og greiða 120 krón­ur of­an í laug­ina. Þá verða vöffl­ur í boði með­an birgð­ir end­ast og heitt á könn­unni. Dag­skrá­in í Vest­ur­bæj­ar­laug­inni hefst klukk­an 14.30 í dag og er sam­starf milli ung­linga­og barn­a­starfs­ins í Frosta­skjóli. Hún er hluti dag­skrár Reykja­vík­ur­borg­ar, Fjöl­skyld­an skemmt­ir sér í vetr­ar­fríi, sem frí­stunda- og fé­lags­mið­stöðv­ar og sund­laug­ar borg­ar­inn­ar standa fyr­ir í dag. Nán­ar má skoða dag­skrána á www.reykja­vik. is.

FRÉTTABLAЭIÐ/STEFÁN

Katrín Vign­is­dótt­ir, Björn Þór Jó­hanns­son og Lilja Ósk Magnús­dótt­ir halda ut­an um Wipeout-keppn­ina í Vest­ur­bæj­ar­laug ásamt fleir­um og lofa fjöri fyr­ir alla fjöl­skyld­una.

Þó að fyr­ir­mynd­in komi frá banda­rísku sjón­varps­þátt­un­um Wipeout verð­ur þrauta­braut­in eitt­hvað minni í snið­um í Vest­ur­bæj­ar­laug­inni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.