Verð­launa­til­lög­ur arki­tekta til sýn­is í Nor­ræna hús­inu

Arki­tekta­fé­lag Ís­lands og Nor­ræna hús­ið standa fyr­ir mál­þingi um arki­tekt­úr í dag en auk þess opn­ar sýn­ing með sýn­is­horn­um frá arki­tekta­sam­keppn­um síð­ustu ára­tuga.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Mál­þing um arki­tekt­úr verð­ur hald­ið í Nor­ræna hús­inu í dag milli 14 og 16. Þar verð­ur með­al ann­ars fjall­að um hlut­verk arki­tekta fyrr og nú, menn­ing­ar­stefnu í mann­virkja­gerð og sam­tal mann­virkja­hönnuða við sam­fé­lag sitt.

Klukk­an 16 opn­ar sýn­ing með sýn­is­horn­um frá arki­tekta­sam­keppn­um síð­ustu ára­tuga. Fyrsta arki­tekta­sam­keppn­in var hald­in hér á landi fyr­ir rétt­um 85 ár­um. Síð­an þá hafa ver­ið haldn­ar hátt á ann­að hundrað opn­ar sam­keppn­ir. Á sýn­ing­unni má sjá verð­launa­til­lög­ur í opn­um arki­tekta­sam­keppn­um síð­ustu 40 ára. Elstu til­lög­urn­ar eru frá stórri hug­mynda­sam­keppni um skipu­lag þing­valla frá ár­inu 1974, á 1100 ára af­mæli Ís­lands­byggð­ar. Til­gang­ur sýn­ing­ar­inn­ar er að vekja at­hygli á þeim tæki­fær­um sem fel­ast í því að bjóða verk út í op­inni sam­keppni.

Mál­þing­ið hefst klukk­an 14 en sýn­ing­in verð­ur opn­uð klukk­an 16.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.