Átta góð­ar ástæð­ur til þess að byrja að ganga

Hipp­ó­kra­tes sagði á sín­um tíma að gang­an væri besta lækn­is­lyf sem fólk ætti völ á. Það hef­ur ekk­ert breyst í ald­anna rás og aukn­ar rann­sókn­ir renna enn frek­ari stoð­um und­ir þessa kenn­ingu.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Hipp­ó­kra­tes vissi greini­lega hvað hann söng. Fjöldi rann­sókna hef­ur leitt í ljós að ganga er eitt það heilsu­sam­leg­asta sem hægt er að gera. Nið­ur­stöð­urn­ar benda til að reglu­leg­ar göngu­ferð­ir dragi veru­lega úr hættu á bæði syk­ur­sýki og hjarta­sjúk­dóm­um, lækki blóð­þrýst­ing, auki þéttni beina og svo mætti lengi telja. Vef­síð­an medic­in­enet.com hef­ur tek­ið sam­an átta bestu ástæð­urn­ar fyr­ir því að taka upp reglu­leg­ar göng­ur. Göngu­ferð­ir vinna gegn því að fólk fái áunna syk­ur­sýki. Rann­sókn­ir sýna að með því að ganga rösk­lega í 150 mín­út­ur á viku minnka lík­urn­ar á syk­ur­sýki um heil 58 pró­sent. Ganga styrk­ir hjörtu karl­manna. Dán­ar­tíðni karla á eft­ir­laun­um úr hjarta­sjúk­dóm­um er helm­ingi minni hjá þeim sem ganga reglu­lega en þeim sem gera það ekki. Ganga er holl fyr­ir heil­ann. Kon­ur sem ganga í einn og hálf­an tíma á viku eru mun minn­is­betri og eiga auð­veld­ara með sam­hæfð­ar hreyf­ing­ar en þær sem ekki ganga. Ganga styrk­ir bein­in. Marg­ar rann­sókn­ir sýna að kon­ur sem ganga reglu­lega eft­ir tíða­hvörf hafa mun þétt­ari bein og eiga síð­ur á hættu að fá bein­þynn­ingu en aðr­ar kon­ur. Ganga dreg­ur úr ein­kenn­um þung­lynd­is. Þrjá­tíu mín­útna ganga þrisvar í viku minnk­aði ein­kenni hjá þung­lynd­is­sjúk­ling­um um 47 pró­sent í einni könn­un­inni. Ganga dreg­ur úr hætt­unni á að fá brjósta- eða ristil­krabba­mein. Fjöl­marg­ar rann­sókn­ir sýna fram á að þeir sem ganga reglu­lega fá sjaldn­ar brjósta- eða ristil­krabba­mein. Ganga er styrkj­andi fyr­ir all­an lík­amann. Þetta er óum­deil­an­legt og tal­ið að nóg sé að ganga í þrjá­tíu mín­út­ur þrisvar í viku til að kom­ast í ágæt­is form. Göng­ur auka styrk og lið­leika. Ganga gagn­ast í bar­átt­unni við stirðn­un vöðva og liða­móta.

Reglu­leg­ar göngu­ferð­ir eru ein besta lík­ams­rækt sem hægt er að stunda. Ávinn­ing­ur­inn er marg­fald­ur á ýms­um svið­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.