Heima­skrif­stof­an á að vera nota­leg

Þór­ar­inn Jón Magnús­son setti tíma­rit­ið Hús og hí­býli á fót ár­ið 1979 en hann var þá einn eig­enda Samút­gáf­unn­ar. Á þeim tíma gaf út­gáf­an út Samú­el, en seinna komu með­al ann­ars tíma­rit­in Lúx­us, Vik­an og Heims­mynd.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Þór­ar­inn Jón Magnús­son hef­ur alla tíð ver­ið fag­ur­keri eins og heima­skrif­stofa hans ber vitni um. Und­an­far­in ár hef­ur Þór­ar­inn starf­að sem sjálf­stætt starf­andi blaða­mað­ur á sviði prent- og net­miðla og hef­ur út­bú­ið heima­skrif­stofu sem pass­ar fag­ur­ker­an­um vel. Hús­gögn­in hafa fylgt hon­um lengi og voru flutt frá skrif­stofu hans á sín­um tíma og heim. „ Ég keypti þessi hús­gögn fyr­ir um tutt­ugu ár­um hjá ÁG-hús­gögn­um. Þetta er ís­lensk fram­leiðsla sem hef­ur enst vel,“seg­ir Þór­ar­inn.

Þór­ar­inn er sann­kall­að­ur snyrtip­inni og hann við­ur­kenn­ir að börn­un­um hans hafi stund­um þótt nóg um snyrti­mennsk­una og pjatt­ið. Þeir sem þekkja Þór­ar­in og hafa starf­að með hon­um vita að það er aldrei drasl á hans borð­um. „Eft­ir að ég fór að vinna heima hef ég rit­stýrt blöð­um og bók­um og selt aug­lýs­ing­ar í tíma­rit­in auk þess sem ég hef skrif­að mik­ið sjálf­ur, ljós­mynd­að og ann­ast upp­setn­ingu. Ég hef því gegnt mörg­um störf­um hér heima en með nú­tíma tækni þarf mað­ur varla neitt nema lítið borð og tölvu. Stund­um sit ég við tölv­una dög­um sam­an án þess að hitta nokk­urn mann. Þótt mér finn­ist starf­ið alls ekki ein­mana­legt þá er gott að fara stöku sinn­um á kaffi­hús eða á Rot­ar­yfundi til að hitta fólk. Einnig hef­ur Face­book reynst mér ágæt­is fé­lags­skap­ur og hef­ur kom­ið í stað þess að fara á kaffi­stof­una að spjalla við vinnu­fé­lag­ana hérna áð­ur fyrr.“

FRÉTTABLAЭIÐ/GVA

Þór­ar­inn Jón Magnús­son blaða­mað­ur læt­ur fara vel um sig á heima­skrif­stof­unni.

Litlu hlut­irn­ir og upp­röð­un þeirra skipt­ir máli.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.