Um­hverf­ið skipt­ir máli

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Blöð­in sem Þór­ar­inn rit­stýrði sam­tím­is voru átta tals­ins þeg­ar mest var. Hann seg­ir að sér hafi þótt skemmti­leg­ast að rit­stýra Hús­um og hí­býl­um en því stýrði hann í átján ár. Þar naut áhugi hans á hönn­un og list­mun­um sín vel. „Ég er gef­inn fyr­ir til­breyt­ingu. Ég og hún Odda mín höf­um ver­ið gift í 40 ár. Við höf­um flutt níu sinn­um og aldrei leiðst að koma okk­ur fyr­ir á nýj­um stað. Einnig hef ég haft ákaf­lega gam­an af því að inn­rétta nýj­ar rit­stjórn­ar­skrif­stof­ur allt frá því að ég hóf út­gáfu­starf­semi ár­ið 1969. Um­hverf­ið skipt­ir mig miklu máli. Mér finnst að skrif­stof­an eigi að taka vel á móti manni á morgn­ana. Ég fer því aldrei frá skrif­borð­inu án þess að taka til.“

Mjög hef­ur færst í auk­ana að fólk vinni heima og Þór­ar­inn seg­ist þekkja marga ein­yrkja í blaða­manna­stétt. „ Það ætti að vera auð­veld­ara fyr­ir fólk að hafa hlý­legt á heima­skrif­stofu held­ur en á stór­um kon­tór úti í bæ. Auk þess hef­ur mað­ur þá að­gang að heim­ili og fjöl­skyldu­lífi á staðn­um sér til ynd­is og ánægju­auka,“seg­ir Þór­ar­inn. Hann seg­ir það vera sitt fyrsta verk á morgn­ana að kveikja á hljóm­flutn­ings­tækj­un­um. Tónlist sé ómiss­andi við vinn­una. Eins þyk­ir hon­um gott að líta í bók á milli verka og við­ur­kenn­ir að sjálf­ur hafi hann und­an­far­ið ver­ið að vinna að þrem­ur skáld­verk­um sam­tím­is. „Ég verð að fara að koma ein­hverj­um af hug­mynd­um mín­um í sta­f­rænt form áð­ur en haus­inn á mér spring­ur,“seg­ir hann og upp­lýs­ir að hug­mynd­irn­ar hafi haft næg­an tíma til að þró­ast á með­an hann var að jafna sig eft­ir mik­inn hjarta­upp­skurð sem hann gekkst und­ir fyr­ir rúm­um tveim­ur ár­um. „Tvær hug­mynd­anna hafa ver­ið að breyt­ast í leik­rit. Þannig ver ég nú frí­stund­un­um sem gef­ast í dag,“seg­ir hann að lok­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.