Tísk­an er hefð­bund­in og leit­ar til for­tíð­ar

Heið­ar Jóns­son, snyrt­ir og flug­þjónn, seg­ir að kjóla­tísk­an á Ósk­ar­s­verð­launa­af­hend­ing­unni hafi mik­il áhrif á tísku kom­andi mán­aða. Kven­leik­inn var áber­andi á há­tíð­inni í ár að hans mati.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða - Döp­ur prins­essa Hefð­bundn­ir herr­ar

„Kjóla­tísk­an, eins og við sáum á Ósk­ars­há­tíð­inni, er mjög spenn­andi. Kon­urn­ar eru farn­ar að velja kjól­ana með til­liti til kven­leika. Þetta ár­ið voru kjól­arn­ir þó hefð­bundn­ari en oft áð­ur. Nokkr­ir vöktu sér­staka at­hygli mína. Ég get nefnt kjól­inn sem Gwyneth Paltrow klædd­ist. Hann var svaka­lega flott­ur með skikkju yf­ir axl­irn­ar. Gwyneth hef­ur sýn­ing­ar­stúlku­vöxt og ber svona kjól sér­lega vel. Mér fannst hún bera af á há­tíð­inni. Þá get ég einnig nefnt Michelle Williams sem leik­ur Mari­lyn Mon­roe. Hún var í kór­alrauð­um kjól sem var nán­ast fram­leng­ing af henni sjálfri. Svona stelpu­konukjóll ,“seg­ir Heið­ar Jóns­son og bæt­ir við. „ Ang­el­ina Jolie var svaka­lega flott í svörtu flau­eli. Ég skil samt ekki þenn­an brand­ara að láta hana standa gleiða uppi á sviði með fót­inn út úr klauf­inni. Ég er fag­ur­keri og fannst þetta of­boðs­lega púka­legt.“ Heið­ar seg­ist hafa tek­ið vel eft­ir bæði förð­un og greiðslu hjá stjörn­un­um. „Þetta var í lát­laus­um stíl þetta ár­ið,“seg­ir hann. „Tísk­an í dag er fal­leg og sýn­ir vel þá kven­legu feg­urð sem þess­ar kon­ur búa yf­ir. Allt frá fyrstu Ósk­ar­s­verð­launa­há­tíð­inni 1929 hef­ur hún haft mót­andi áhrif á tísk­una. Strax í upp­hafi var mik­ill áhugi á kjól­un­um sem stjörn­urn­ar klædd­ust. Það skipt­ir gríð­ar­lega máli fyr­ir tísku­heim­inn hverju þær klæð­ast, bæði snið og lit­ir. Hvítt og rautt var áber­andi að þessu sinni. Ég var hissa að sjá Meryl Streep í gull­kjól, fyr­ir mér á hún að vera silfr­uð. Það má líka segja að ég hafi ver­ið agndofa yf­ir kær­ustu Geor­ge Cloo­ney, Stacy Kei­bler, en hún var ein­stak­lega flott. Þá fannst mér einnig gam­an að sjá prins­ess­una í Mónakó, Char­lene Whit­stock, en hún var í hvít/fjólu­blá­um kjól. Hún var af­ar glæsi­leg en döp­ur á svip eins og venju­lega,“seg­ir Heið­ar. Þeg­ar hann er spurð­ur um herr­ana svar­ar hann því til að þeir hafi ekki síð­ur ver­ið fín­ir í smók­ing­un­um. „Þarna mátti sjá merki eins og Bur­berry, Ar­mani og Tom Ford. Hefð­bund­inn stíll var einnig áber­andi hjá körl­un­um. Ég geri ráð fyr­ir að marg­ir taki gömlu gala­kjól­ana fram fyr­ir árs­há­tíð­irn­ar í ár. Það er lit­ið til for­tíð­ar í tísk­unni eins og í kvik­mynd­um, sam­an­ber þöglu mynd­ina sem vann,“seg­ir Heið­ar.

Hann tel­ur að hefð­bundn­ir gam­aldags kjól­ar muni verða alls­ráð­andi í Feg­urð­ar­sam­keppni Ís­lands í vor. „Ég hef reynd­ar tal­að fyr­ir því að síðkjól­um verði lagt í þess­ari keppni en stutt­ir kokkteilkj­ól­ar not­að­ir í stað­inn. Það kost­ar mik­ið að láta sauma síðkjól sam­kvæmt nýj­ustu tísku. Þetta eru ung­ar stúlk­ur og varla komn­ar með þann lima­burð sem þarf fyr­ir mikla kjóla,“seg­ir Heið­ar sem er sátt­ur við tísk­una í dag. „Hún er af­ar glæsi­leg.“

Michelle Williams var í stelpu­konukjól sem var líkt og fram­leng­ing af henni sjálfri. Heið­ar heill­að­ist af Stacy Kei­bler í Marchesa gull­kjóln­um.

Heið­ar Jóns­son

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.