Grimms-æv­in­týri Marcs Jac­obs

Ævin­týra­legt and­rúms­loft ríkti á sýn­ingu Marcs Jac­obs á haust- og vetr­ar­línu hans í New York á dög­un­um. Villt­ar prins­ess­ur og Ösku­busk­ur ráf­uðu um fros­inn kynja­skóg.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

Marc Jac­obs sýndi haust- og vetr­ar­línu sína á tísku­vik­unni í New York 13. fe­brú­ar. Sviðs­mynd­in var fann­hvít­ur skóg­ur og föt­in minntu á æv­in­týra­per­són­ur úr Grimms-æv­in­týr­un­um. Stór­ir loðn­ir hatt­ar voru not­að­ir við all­an klæðn­að og lag á lag of­an-stíll­inn var ríkj­andi. Meira að segja skórn­ir virt­ust eiga sér fyr­ir­mynd­ir í æv­in­týr­um um prinsa og Ösku­busk­ur.

Vonda drottn­ing­in var líka mætt, upp­stríl­uð.

Það er auð­velt að vill­ast í skóg­in­um með svona höf­uð­fat. Eins gott að brynj­an sé skot­held.

Nú­tíma Rauð­hetta rölt­ir um fann­bar­inn skóg­inn og gef­ur tón­inn fyr­ir and­rúms­loft sýn­ing­ar­inn­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.