Göngu­túr­ar og garna­gaul

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

En hvað var það sem gagn­að­ist Jón­ínu best í stríð­inu við auka­kíló­in?

„Ég fór ekki í þekkta megr­un­ar­kúra held­ur kalla ég þetta gg­kúr­inn, það þýð­ir göngu­túr­ar og garna­gaul. Þetta er nú ekki flókn­ara en að hreyfa sig meira og borða minna. Í bók­inni birti ég nokkr­ar góð­ar upp­skrift­ir en þær eru ekki týpísk­ar megr­unar­upp­skrift­ir. Ég minnk­aði mat­ar­skammt­ana í stað þess að borða bara lauf­blöð. Ég finn mjög mik­inn mun á mér, enda var ég meint­ur hjarta­sjúk­ling­ur þeg­ar þetta byrj­aði og stefndi í hjarta­þræð­ingu. Ég fékk mikla verki í brjóst­kassa og var send í rann­sókn­ir og fékk marg­vís­leg lyf. Ég hef ver­ið með ast­ma allt mitt líf og hef því ekki góð lungu en með því að létt­ast um öll þessi kíló hef­ur heilsa mín og líð­an gjör­breyst til batn­að­ar. Ég hugsa stund­um um það núna þeg­ar ég fer í göngu­ferð hvernig það væri að vera með þrjá­tíu kílóa bak­poka dinglandi á sér.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.