Vor­verk­in í gang fyr­ir græna fing­ur

Guðríð­ur Helga­dótt­ir garð­yrkju­fræð­ing­ur seg­ir að nú sé rétti tím­inn til að sá fyr­ir kryd­d­jurt­um, klippa tré og snyrta runna.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða -

„Það er gott að byrja und­ir­bún­ing fyr­ir garð­inn í mars, sér­stak­lega huga að þeim plönt­um sem tíma­frekt er að for­rækta. Kryd­d­jurtir þurfa til dæm­is lang­an tíma. Það er þó ekki tíma­bært að sá fyr­ir kál- og sal­at­plönt­um nema fólk hafi gróð­ur­hús,“seg­ir Guðríð­ur sem hef­ur ver­ið með fróð­lega garð­yrkju­þætti á sjón­varps­stöð­inni ÍNN.

„Það tek­ur nokkr­ar vik­ur fyr­ir krydd­plönt­ur að vaxa upp úr pott­in­um. Basilika er sein­vax­in og þarf góð­ar að­stæð­ur. Það má ekki hafa hana í suð­ur­glugga og mold­in þarf alltaf að vera rök,“seg­ir Guðríð­ur og bæt­ir við að basil sé af­ar vin­sæl planta en kórí­and­er fylgi henni fast á eft­ir. „ Nú eru all­ar vin­sæl­ustu upp­skrift­irn­ar með kórí­and­er og þess vegna eru marg­ir að rækta það. Það er hægt að rækta kórí­and­er ut­an­dyra en ekki basiliku.“

Guðríð­ur seg­ir að um miðj­an apríl þurfi að huga að ma­t­jurt­un­um og sá fyr­ir þeim. Um mán­aða­mót­in maí/júní eru plönt­urn­ar síð­an sett­ar út í garð. „Kál­p­lönt­ur þurfa fimm til sex vik­ur í upp­eldi áð­ur en þær eru sett­ar út. Salat­plönt­ur taka mun minni tíma eða þrjár vik­ur.“ potta­rækt­un með góð­um ár­angri. Þeir sem rækta í pott­um þurfa að sinna plönt­un­um dag­lega og gæta að vökvun. Kál­p­lönt­ur og sum­ar salat­plönt­ur blómstra eða njóla ef þær þorna. Þeg­ar fólk fer í frí þarf því að fá ein­hvern til að vökva eða koma sér upp sjálf­virk­um vökv­un­ar­bún­aði,“seg­ir Guðríð­ur.

Á und­an­förn­um ár­um hef­ur þeim teg­und­um sem fólk rækt­ar fjölg­að til muna hér á landi. Kletta­sal­at er til dæm­is auð­velt að rækta. „Garð­ar hér á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru orðn­ir svo skjól­góð­ir að auð­velt er að prófa sig áfram með nýj­ar sal­at­teg­und­ir,“seg­ir Guðríð­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.