Upp á fjöll um hverja helgi

Þór­ir Guð­munds­son, sviðs­stjóri hjálp­ar­starfs­sviðs Rauða kross­ins, og eig­in­kona hans, Stein­unn Arn­þrúð­ur Björns­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Bisk­ups­stofu, ákváðu um ára­mót­in að ganga á 52 fjöll á ár­inu.

Fréttablaðið - FÓLK - - Forsíða - Betri líð­an And­lega krefj­andi starf

„Við ákváð­um að ganga í þenn­an fjall­göngu­hóp hjá Ferða­fé­lagi Ís­lands þótt við hefð­um litla reynslu á þessu sviði. Fjalla­ferð­irn­ar eru nokk­urn veg­inn um hverja helgi og er geng­ið á eitt fjall í ná­grenni höf­uð­borg­ar­inn­ar í hvert sinn. Veðr­ið hef­ur eng­in áhrif á þenn­an hóp,“seg­ir Þór­ir. Hann tel­ur þó betra að eiga rétta bún­að­inn því oft er mjög kalt í veðri. „Við fór­um á Ker­hóla­kamb fyr­ir rúm­um tveim­ur vik­um í kulda og stór­hríð, efst uppi. Ætli það hafi ekki ver­ið erf­ið­asta ferð­in til þessa,“seg­ir Þór­ir.

Um síð­ustu helgi var far­ið á Stóra-Meitil en næst er það Geita­fell. „Við byrj­uð­um á lág­um fjöll­um en svo hafa þau far­ið hækk­andi. Mað­ur þarf að taka þetta al­var­lega og gott er að stunda lík­ams­rækt á milli ferða. Við vor­um ekki í góðu formi í upp­hafi en höf­um tek­ið okk­ar tak og stund­um nú bæði lík­ams­rækt. Að taka þátt í þessu verk­efni er lið­ur í því að hvetja sjálf­an sig. Vina­fólk okk­ar hnippti í okk­ur með þetta og svo eru nokkr­ir í þess­um hópi sem við þekkt­um svo þetta er góð­ur fé­lags­skap­ur. Um 140 manns skráðu sig til þátttöku í upp­hafi,“seg­ir Þór­ir. „Mér fannst vera kom­inn tími til að hreyfa mig,“seg­ir Þór­ir og bæt­ir því við að hann finni mik­inn mun á sér frá ára­mót­um. „Ég er lík­am­lega hraust­ari og er að ná upp þreki auk þess að vera út­halds­meiri. Ég hef spil­að fót­bolta einu sinni í viku í nokk­ur ár og finn að þessi aukna hreyf­ing hjálp­ar mér í bolt­an­um. Mað­ur er fyrst og fremst að styrkja sig lík­am­lega og það hef­ur síð­an áhrif á sál­ar­tetr­ið og líð­an á alla kanta. Þetta er líka rosa­lega skemmti­legt. Páll Ás­geir Ás­geirs­son fer fyr­ir hópi far­ar­stjóra í þess­um ferð­um og hef­ur hald­ið úti fés­bók­ar­síðu þar sem menn skipt­ast á upp­lýs­ing­um og mynd­um. Í maí verð­ur síð­an far­ið upp á Hvanna- dals­hnúk sem verð­ur tölu­verð hækk­un,“seg­ir Þór­ir. Þór­ir er í and­lega krefj­andi starfi hjá Rauða kross­in­um og þar hafa menn áhyggj­ur af hung­urs­neyð­inni í Afríku. „Við er­um með að­stoð í Sómal­íu þar sem er hrika­legt ástand. Síð­an er í upp­sigl­ingu hung­urs­neyð í vest­an­verðri Afríku, sunn­an við Sa­hara-eyði­mörk­ina. Þar hafa orð­ið upp­skeru­brest­ir og vopn­uð átök eiga sér stað. Þess ut­an höf­um við sent föt til Hvíta-Rúss­lands þar sem gíf­ur­leg frost hafa ver­ið. Við höf­um þeg­ar sent tvo fjöru­tíu feta gáma með fatn­aði. Einnig höf­um við ver­ið að þjálfa fólk fyr­ir nátt­úru­ham­far­ir hér á landi. Það þarf til dæm­is að skipu­leggja hjálp­ar­að­stoð við Ís­land ut­an­lands frá ef til mik­illa ham­fara kæmi. Við þurf­um sem sagt að bú­ast við því versta en von­ast svo til þess að ekk­ert ger­ist,“seg­ir Þór­ir Guð­munds­son.

Þór­ir og eig­in­kona hans, Adda Steina, á Stóra-Meitli ásamt fleir­um úr fjall­göngu­hópn­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.