MATARVEISL­A Í KJÓS

BEINT FRÁ BÝLI Kjós­ar­stofa held­ur ár­lega mat­ar­há­tíð á laug­ar­dag­inn und­ir heit­inu Krás­ir í Kjós. Ein­ung­is verð­ur boð­ið upp á hrá­efni úr sveitinni.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Mat­ar­há­tíð­in Krás­ir í Kjós­inni verð­ur hald­in naesta laug­ar­dag. Þar verð­ur mataráhuga­mönn­um boð­ið upp á ljúffengar veit­ing­ar úr býl­um sveit­ar­inn­ar und­ir stjórn mat­reiðslu­meist­ar­anna Ólaf­ar Jak­obs­dótt­ur og Jak­obs H. Magnús­son­ar. Há­tíð­in var hald­in í fyrsta skipti í fyrra og maettu þá yf­ir 100 gest­ir. Halla Lúth­ers­dótt­ir, verk­efna­stjóri hjá Kjós­ar­stofu, seg­ir fjöl­marga baend­ur í Kjós­inni taka þátt í há­tíð­inni enda stundi marg­ir þeirra sölu land­bún­að­ar­af­urða beint frá býli. „Hug­mynd­in að mat­ar­há­tíð­inni er kom­in frá baend­un­um sjálf­um sem fannst til­val­ið að halda slíka upp­skeru­há­tíð í lok sum­ars. Þetta snýst líka um að fagna fjöl­breyti­leik­an­um í ferða­þjón­ust­unni enda boð­ið upp á margt ann­að í sveit­um lands­ins en baendag­ist­ingu og hesta­ferð­ir.“

Allt hrá­efni á mat­ar­há­tíð­inni er úr sveitinni og úr Hval­firði að sögn Höllu. „Við bjóð­um upp á girni­legt hlað­borð þar sem finna má kjöt, fisk, pyls­ur, gra­en­meti, paté, súpu, brauð, pestó og mjólk­ur­vör­ur svo eitt­hvað sé nefnt. Með­al nýj­unga í ár má nefna þorskinn en í vor var byggð bryggja hér í sveitinni og fóru baend­ur þá að sa­ekja sjó­inn. Mat­seð­ill­inn er fjöl­breytt­ari en í fyrra og má þá sér­stak­lega nefna for­réttasmakk­ið.“Af öðr­um nýj­ung­um nefn­ir Halla grjót­krabb­ann en boð­ið verð­ur upp á grjót­krabbasúpu með þorski. „Grjót­krabbi er nýr í nátt­úru Ís­lands og tal­ið er að hann hafi borist hing­að til lands með skip­um. Bóndi úr sveitinni var að moka hér í fjör­unni og tók upp heila skóflu af krabba. Grjót­krabb­inn héð­an er til daem­is not­að­ur á ýms­um veit­inga­stöð­um hér­lend­is.“Baend­ur úr Kjós­inni verða einnig með kynn­ingu á vör­um sín­um á mat­ar­há­tíð­inni þannig að gest­ir henn­ar munu fá nóg að borða. Veislu­stjórn verð­ur í hönd­um Sig­ur­laug­ar M. Jón­as­dótt­ur út­varps­konu. Einnig verð­ur boð­ið upp á kynn­ingu á fjör­unytj­um í umsjón Ey­dís­ar Maríu Jóns­dótt­ur. Há­tíð­in verð­ur hald­in í Fé­lags­garði í Kjós og verð­ur hús­ið opn­að kl. 19. Haegt verð­ur að panta sa­eta­ferð­ir frá Reykja­vík og til baka. Nán­ari upp­lýs­ing­ar má finna á www. kjos­ar­stofa.is.

MYND/ÚR EINKASAFNI

HALLA LÚTH­ERS­DÓTT­IR Verk­efna­stjóri hjá Kjósa­stofu.

FJÖL­BREYTNI Boð­ið er upp á fjöl­breytt hrá­efni frá baend­um í Kjós­inni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.