MEÐ DEMANTA Í NAGLALAKKI

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Leik­kon­an Kelly Os­bour­ne (27 ára) vakti mikla at­hygli á rauða dregl­in­um við Em­my-verð­launa­af­hend­ing­una þar sem hún var með dýr­asta naglalakk sem sög­ur fara af.

Kjól­arn­ir á há­tíð­inni vöktu að von­um at­hygli fjöl­miðla­manna en þeg­ar leið á kvöld­ið var það þó naglalakk­ið sem stal sen­unni. Glas­ið af lakk­inu kost­ar nefni­lega um 30 millj­ón­ir króna. Naglalakk­ið er þak­ið svört­um demönt­um og Kelly sagð­ist vera eina kon­an sem vaeri með slík verð­ma­eti á nögl­un­um þetta kvöld.

Það er gullsmiðj­an Azat­ure í Los Ang­eles sem fram­leið­ir naglalakk­ið. Hinn þekkti stílisti Nicolas Bru á hins veg­ar heið­ur­inn af því hvernig Kelly var kla­edd og snyrt fyr­ir Em­my-há­tíð­ina.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.