ELSKAR ÚTSÖLUR OG FATAMARKAЭI

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

HELGI ÓMARS er tísku­blogg­ari á vef­síð­unni Trend­net.is. Hann kynnir sig sem ung­an ljós­mynd­ara frá Seyð­is­firði. Förð­un­ar­fra­eð­ing­ur að mennt sem hef­ur unn­ið sem fyr­ir­sa­eta og ljós­mynd­ari víðs veg­ar um heim­inn. Þar að auki er hann fag­ur­keri, mat­ga­eð­ing­ur og tón­list­ar­unn­andi. Við feng­um Helga til að svara nokkr­um lauflétt­um spurn­ing­um. Hvað ert þú að starfa um þess­ar mund­ir og hvar? Ég er ný­flutt­ur til Kaup­manna­hafn­ar, bú­inn að vera hér í rétt taep­lega mán­uð. Fór í helj­ar­inn­ar vinnu­leit um leið og ég lenti og end­aði með þrjú ága­et störf. Vinn núna í Abercrombi­e & Fitch, Laun­drom­at og Simons, ásamt því að koma mér á fram­fa­eri sem ljós­mynd­ari á þess­um nýju slóð­um. Hef­ur þú alltaf haft áhuga á tísku? Ég hef alltaf ver­ið með­vit­að­ur um í hvaða föt ég fer og alltaf sýnt því áhuga. Tísku­áhug­inn kvikn­aði fyr­ir al­vöru þeg­ar ég byrj­aði í mennta­skóla og fór að þróa mig áfram í ljós­mynd­un­inni. Hvað legg­ur þú áherslu á þeg­ar þú blogg­ar? Ég held ég sé enn að finna mig sem tísku­blogg­ari. Ég byrj­aði ný­lega að gera þetta að ákveðn­um „lífs­stíl“, deila með fólki hverju ég kla­eðist og hvað mér þyk­ir flott. Mér finnst stór­kost­legt að sjá hvað það eru marg­ir strák­ar sem senda fyr­ir­spurn­ir og sýna áhuga á því sem ég er að gera. Það dríf­ur mann svo sann­ar­lega áfram. Hvaða hönn­uð­ir eru í upp­á­haldi? Ég held að Al­ex­and­er McQu­een og John Galliano séu í upp­á­haldi. Mér þyk­ir svo ána­egju­legt að skoða mynd­irn­ar frá sýn­ing­un­um og her­ferð­um þeirra. Ann­ars elska ég All Saints, hönn­un­ar-team merk­is­ins er ef­laust upp­á­hald­ið mitt þar sem flest­ar mín­ar flík­ur eru það­an. Er ein­hver flík sem þú stenst ekki? Yfir­hafn­ir, al­veg gjör­sam­lega. Í hvert skipti sem ég labba inn í búð dregst ég alltaf að yf­ir­höfn­un­um og á sjálf­ur ótrú­lega mik­ið af jökk­um, káp­um og úlp­um. Finnst fátt skemmti­legra en að kaupa mér nýja yf­ir­höfn. Ein­hver skemmti­leg tísku­upp­lif­un? Það fyrsta sem popp­ar upp í höf­uð­ið á mér var þeg­ar ég var bú­inn að til­kynna vin­um og fjöl­skyldu að ég mundi ekki koma á LungA 2010, þeim til mik­illa leið­inda. Þá bjó ég er­lend­is. Ég var bú­inn að semja við Arn­dísi Ey fata­hönn­uð sem var að sýna nýja línu á LungA um að koma fram. Þeg­ar ég gekk síð­an eft­ir pallinum kom ég fjöl­skyldu minni og vin­um gjör­sam­lega á óvart. Það var ynd­is­legt augna­blik. Áttu þér upp­á­haldsversl­an­ir? All Saints er al­gjör­lega upp­á­halds­búð­in mín. Svo get ég nefnt H&M, Cheap Monday, Topman og fleiri. Eyð­ir þú miklu í föt? Nei, alls ekki. Ég er nísk­ur þeg­ar kem­ur að fata­kaup­um. Ég elska útsölur og fatamarkað­i. Ég kaupi ekk­ert nema ég falli gjör­sam­lega fyr­ir því og eyði ekki pen­ing­um í flík­ur sem ég veit að verða ekki mik­ið not­að­ar. Hvar versl­ar þú helst? Ég versla sjald­an á Íslandi. Mér finnst þó gam­an að fjár­festa í ís­lenskri hönn­un. Ann­ars safna ég frek­ar pen­ing­um og versla í út­lönd­um. el­[email protected]

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.