VÍSINDIN LIFNA VIÐ

RANNÍS KYNNIR Vís­inda­vaka Rannís verð­ur hald­in í Há­skóla­bíói í kvöld. Mark­mið­ið er að kynna vís­inda­menn­ina sem standa að baki rann­sókn­um á hinum ýmsu svið­um og vekja at­hygli á mik­ilvaegi vís­inda­starfs í land­inu.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Vís­inda­vaka Rannís verð­ur hald­in í Há­skóla­bíói í kvöld. Mark­mið­ið er að kynna vís­inda­menn­ina sem standa að baki rann­sókn­um á hinum ýmsu svið­um og vekja at­hygli á fjöl­breytni og mik­ilvaegi vís­inda­starfs í land­inu.

„Vísindin eru allt í kring­um okk­ur og skipta miklu í okk­ar dag­lega lífi. Vís­inda­menn­irn­ir að baki þeim eru hins veg­ar ekki alltaf mjög sýni­leg­ir. Á Vís­inda­vöku gef­um við al­menn­ingi kost á að hitta vís­inda­menn­ina sjálfa og spyrja þá spjör­un­um úr. Við er­um að skapa samra­eðu milli vís­inda og al­menn­ings og er þetta eitt besta taekifa­eri sem til þess gefst hér á landi,“seg­ir Að­al­heið­ur Jóns­dótt­ir, kynn­ing­ar­stjóri Rannís.

Dag­ur­inn er til­eink­að­ur evr­ópsk­um vís­inda­mönn­um og hald­inn há­tíð­leg­ur í 320 borg­um í Evr­ópu und­ir heit­inu Rese­archers‘ Nig­ht. „Er­lend­is er við­burð­ur­inn kynnt­ur sem sam­veru­stund fjöl­skyld­unn­ar og lögð áhersla á að hann sé hald­inn miðsvaeðis svo sem flest­ir geti not­ið. Hér tök­um við í sama streng enda tel ég Vís­inda­vöku vera frábaert taekifa­eri fyr­ir fjöl­skyld­ur til að gera eitt­hvað öðruvísi sam­an á föstu­dags­kvöldi og er margt í boði fyr­ir baeði börn og full­orðna,“seg­ir Að­al­heið­ur. Hátt í sjö­tíu sýn­ing­ar­bás­ar verða á staðn­um og fá gest­ir að skoða og prófa ým­is taeki og tól sem not­uð eru við rann­sókn­ir ásamt því að virða fyr­ir sér hinar ýmsu af­urð­ir vís­ind­anna.

„Þá leggj­um við sí­fellt meiri áherslu á lif­andi vís­indi og uppá­kom­ur á sviði sem þýð­ir að við drög­um vís­inda­menn­ina hrein­lega upp á svið og ger­um þá að hálf­gerð­um uppistönd­ur­um. Þarna verð­ur allt frá ör­fyr­ir­lestr­um laekna upp í sprengju­gengi sem kynna efna­fra­eði með lát­um. Þá verða skurð­la­ekn­ar með skurð­stofu í beinni auk þess sem úr­slit í tölvu­hakk­ara­keppni HR fara fram,“upp­lýs­ir Að­al­heið­ur.

Katrín Jak­obs­dótt­ir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra mun setja Vís­inda­vök­una klukk­an 17 og af­henda við­ur­kenn­ingu Rannís fyr­ir framúrsk­ar­andi vís­inda­miðl­un á ár­inu. Vak­an stend­ur til 22.

VÍS­INDA­MENN­IRN­IR UPP Á SVIÐ „Við leggj­um sí­fellt meiri áherslu á lif­andi vís­indi og uppá­kom­ur á sviði sem þýð­ir að við drög­um vís­inda­menn­ina hrein­lega upp á svið og ger­um þá að hálf­gerð­um uppistönd­ur­um,“seg­ir Að­al­heið­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.