KON­UR FÁ LÍKA FYR­IR HJARTAÐ

Al­þjóð­legi hjarta­dag­ur­inn er á morg­un. Í ár verð­ur lögð sér­stök áhersla á for­varn­ir gegn hjarta- og aeð­a­sjúk­dóm­um hjá kon­um og börn­um. Fjöl­breytt dag­skrá verð­ur hér á landi, þar á með­al hjarta­ganga um Laug­ar­dal.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Al­þjóð­legi hjarta­dag­ur­inn verð­ur hald­inn há­tíð­leg­ur um víða ver­öld á morg­un. Á Íslandi sam­ein­ast Hjarta­vernd, Hjarta­heill, Neist­inn, styrkt­ar­fé­lag hjartveikr­a barna, og Heila­heill um að halda dag­inn og leggja helg­ina und­ir.

Á hverju ári er til­teknu málefni gerð skil á hjarta­dag­inn og í ár er áhersl­an á for­varn­ir gegn hjarta- og aeð­a­sjúk­dóm­um hjá kon­um og börn­um.

Mik­ilvaegt er að for­eldr­ar kenni börn­um sín­um strax í frum­bernsku heil­brigða lífs­haetti sem ein­kenn­ast af neyslu á holl­um mat, tób­ak­slausu lífi og því að hreyfa sig reglu­lega. Þó þetta hljómi skyn­sam­lega leið­ir ný­leg rann­sókn, sem gerð var í fjór­um lönd­um og náði til 4.000 full­orð­inna, í ljós að helm­ing­ur þátt­tak­enda taldi sig þurfa ekk­ert að hugsa sér­stak­lega um hjartað til að halda því heil­brigðu fyrr en upp úr þrí­tugu í fyrsta lagi. Þetta er í samra­emi við nið­ur­stöð­ur Capacent Gallup­könn­un­ar Hjarta­vernd­ar frá ár­inu 2009. Í henni var ít­ar­lega spurt um vit­und og þekk­ingu al­menn­ings á hjarta- og aeð­a­sjúk­dóm­um og áhaettu­þátt­um þeirra. Sam­kvaemt könn­un­inni var þekk­ing­in minnst með­al yngra fólks og sögð­ust 53 prósent 25-34 ára hafa mjög litla eða enga þekk­ingu á áhaettu­þátt­um hjarta­og aeð­a­sjúk­dóma en hlut­fall­ið var 29% með­al 55-64 ára.

Mýt­an um að hjarta­sjúk­dóm­ur sé sjúk­dóm­ur karla, þeirra eldri og oft bet­ur staeðu er sömu­leið­is líf­seig. Hið rétta er að jafn marg­ar kon­ur deyja ár­lega og karl­ar vegna hjarta- og aeð­a­sjúk­dóma á heimsvísu. Til að að setja um­fang hjarta- og aeð­a­sjúk­dóma í sam­hengi má benda á að rúm­ar 17 millj­ón­ir manna deyja á ári hverju í heim­in­um úr hjarta- og aeð­a­sjúk­dóm­um en rúm­ar 3,8 millj­ón­ir deyja úr malaríu, alna­emi og berkl­um sam­an­lagt. Hjarta­sjúk­dóm­ur er dánar­or­sök einn­ar konu af hverj­um þrem­ur sem deyja í heim­in­um. Á ári hverju faeðist ein millj­ón barna með hjarta­galla og á Íslandi faeð­ast allt að 60 börn á ári. Góðu frétt­irn­ar eru þa­er að haegt er að fyr­ir­byggja stór­an hluta hjarta­sjúk­dóma og heila­áfalla með því að til­einka sér heil­brigð­an lífs­stíl strax á unga aldri.

Í til­efni dags­ins verð­ur með­al ann­ars efnt til hjarta­göngu um Laug­ar­dal­inn. Gang­an hefst við and­dyri Laug­ar­dals­hall­ar klukk­an 10.30. Þá verð­ur boð­ið upp á brons­leika fyr­ir börn og hjarta­dags­hlaup en nán­ari upp­lýs­ing­ar um dag­skrána er að finna á www.hjarta­heill.is.

DÁNAR­OR­SÖK EINN­AR AF HVERJ­UM ÞREM­UR Jafn marg­ar kon­ur og karl­ar deyja úr hjarta­og aeð­a­sjúk­dóm­ur á ári hverju. Hjarta­sjúk­dóm­ur er dánar­or­sök einn­ar konu af hverj­um þrem­ur sem deyja í heim­in­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.