SMEKKBUXUR SNÚA AFT­UR

Helstu tísku­hönn­uð­ir hafa kom­ið smekk­bux­um í öll­um regn­bog­ans lit­um á mark­að­inn.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Þær koma alltaf aft­ur og aft­ur. Versl­an­ir víða um heim­inn eru að fyll­ast af sum­ar­föt­un­um og er eft­ir því tek­ið hversu smekkbuxur koma sterk­ar inn. Þær eru í öll­um lit­um, stutt­ar og síð­ar. Tísk­an fer alltaf í hringi en marg­ir muna sjálfsagt eft­ir síð­ustu smekk­buxna­tísku. En nú þarf sem sagt að end­ur­nýja kynn­in við smekk­bux­urn­ar en ekki þó taka þær gömlu upp því snið­ið er öðru­vísi. Nú eru skálm­arn­ar þröng­ar og vin­sæl­ar eru bux­ur gerð­ar úr rúskinni.

Jenni­fer Anist­on, Kylie Min­ogue, Al­exa Chung, Aless­andra Am­brosio, Helena Christen­sen og Hann­eli Mustaparta hafa all­ar lát­ið sjá sig í lit­rík­um smekk­bux­um und­an­far­ið. H&M, Zara og Mango selja nú smekkbuxur auk annarra versl­ana en það var með­al annarra Phillip Lim, hönn­uð­ur­inn frægi, sem sýndi slík­ar bux­ur í öll­um lit­um á tísku­sýn­ingu fyr­ir sumar­ið 2013.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.