LÍFSSTÍLL HEF­UR ÁHRIF Á FRJÓSEMI

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

VONBRIGÐI Ófrjó­semi veld­ur miklu and­legu álagi. Þeg­ar óléttu­próf­ið reyn­ist alltaf nei­kvætt eyk­ur það á van­líð­an. Tal­ið er að 7080% kvenna verði barns­haf­andi áð­ur en hálft ár er lið­ið frá því að ákveð­ið er að eign­ast barn. Eft­ir eitt ár hef­ur frjóvg­un­in tek­ist hjá um 90% para. Það þýð­ir að ekki er ástæða til að leita lækn­is fyrr en að þeim tíma liðn­um ef ekk­ert ger­ist. Ald­ur kvenna get­ur skipt máli. Eft­ir því sem kon­an er eldri þeim mun lengri tíma tek­ur hana að verða barns­haf­andi. Lífsstíll karl­manns­ins get­ur þar að auki haft áhrif, seg­ir á net­miðli Norska dag­bla­det. Ef ekk­ert hef­ur geng­ið í tvö ár er það vís­bend­ing um að eitt­hvað geti ver­ið að hjá kon­unni eða karl­in­um. Hollt og gott mataræði er nauð­syn­legt til að halda sæð­inu í sem mest­um gæð­um. Ómega-3 ger­ir gott, B12, E-, Cog D-víta­mín. Gæði sæð­is­ins skipta miklu máli varð­andi frjóvg­un­ina. Mara­þon­hlaup get­ur haft nei­kvæð áhrif á það, jafnt og neysla sterkra áfeng­is­drykkja, mik­ið álag og vinna við ým­is hættu­leg efni. Mikl­ar og strang­ar lík­ams­æfing­ar hafa nei­kvæð áhrif á sæði og geta or­sak­að ófrjó­semi. Þá er vit­að að reyk­ing­ar hafa sömu­leið­is nei­kvæð áhrif. Mik­ill hiti hef­ur ekki góð áhrif á sæð­ið, til dæm­is frá farsím­an­um í vas­an­um. Hiti í stutta stund í gufu­böð­um er þó í lagi. Þá þyk­ir sýnt að yf­ir­vi­gt er slæm fyr­ir frjó­sem­ina bæði hjá kon­um og körl­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.