BANDARÍSKU­R STÍLL ER DRAUMURINN

STÓRT OG RÚMGOTT Arn­hild­ur Anna er kraft­lyft­inga­kona með meiru sem hef­ur auga fyr­ir fal­legri hönn­un.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Arn­hild­ur Anna Árna­dótt­ir er ung kraft­lyft­inga­stúlka sem er ný­flutt ásamt fjöl­skyldu sinni í fal­legt hús á Seltjarn­ar­nesi. Ef hún fengi að inn­rétta sitt eig­ið hús yrði það í ekta banda­rísk­um stíl. „Ég er mjög hrif­in af stór­um, girni­leg­um hús­gögn­um og miklu rými þar sem all­ir geta not­ið sín sam­an eða hver í sínu horni. Draumurinn er stórt eld­hús, teppa­lagð­ar tröpp­ur og svefn­her­bergi. Það má held­ur ekki gleyma kött­un­um,” seg­ir Arn­hild­ur. Hún hef­ur mik­inn áhuga á arki­tekt­úr og hönn­un.

„Uppá­halds­hönn­uð­ur­inn minn er auð­vit­að góð­vin­kona okk­ar mömmu, hún Gulla Jóns­dótt­ir,” seg­ir Arn­hild­ur. Gulla er þekkt­ur arki­tekt og vöru­hönn­uð­ur sem starfar í Banda­ríkj­un­um og hef­ur unn­ið marg­vís­leg verð­laun fyr­ir hönn­un sína.

Arn­hild­ur hef­ur safn­að mörg­um fal­leg­um hlut­um í gegn­um ár­in. Hún er til daem­is að­dá­andi Hello Kitty en í út­skrift­ar­gjöf fékk hún fal­lega og skemmti­lega styttu af kis­unni fra­egu. „Háls­men­ið fékk ég frá for­eldr­um mín­um í tví­tugsaf­ma­el­is­gjöf, en það fannst í Sw­arovski­búð í Du­brovnik í Króa­tíu,” seg­ir Arn­hild­ur.

Pan­dóru­arm­bönd­in eiga sér­stak­an stað í hjarta Arn­hild­ar þar sem hún get­ur tengt hvern og einn hlekk við stað eða mann­eskju. „Ég er til daem­is með hlekk fyr­ir Sa­grada Familia, sem er kirkja í Barcelona, af því að helm­ing­ur fjöl­skyld­unn­ar býr þar. Ég er líka með helm­ing af hjarta og mamma er með hinn helm­ing­inn. Rosa­lega krútt­legt allt sam­an. Aðr­ir upp­á­halds­hlut­ir eru belti og hné­beygju­brók, en Arn­hild­ur aef­ir kraft­lyft­ing­ar af miklu kappi. „Belt­ið er mik­ilvaeg­ur stuðn­ing­ur við bak­ið, hné­beygju­brók­in er hins veg­ar erf­ið þeg­ar ég treð mér í hana og úr en í hné­beygj­un­um vinn­um við mjög vel sam­an,” seg­ir Arn­hild­ur.

Ár­ið 2011 var stofn­uð kraft­lyft­inga­deild í Gróttu. Arn­hild­ur fékk áhug­ann eft­ir að mamma henn­ar byrj­aði að aefa. Hún hef­ur aeft stíft síð­an þá og með­al ann­ars tek­ið þátt í EM ung­linga í Prag og náði góð­um ár­angri. Naest á dag­skrá er HM ung­linga í Texas. Í sum­ar fór Arn­hild­ur til Barcelona í frí með fjöl­skyld­unni en í haust er stefn­an sett á sálfra­eði í Há­skóla Ís­lands.

MYNDIR/ARNÞÓR

FLOTT OG STÍLHREINT Arn­hild­ur hef­ur auga fyr­ir fal­leg­um hlut­um. Henn­ar upp­á­halds­hönn­uð­ur er Gulla Jóns­dótt­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.