SUND Í BÁTAFYLGD

SYNT FRÁ BESSASTÖÐU­M Sjósund- og sjó­baðs­fé­lag Reykja­vík­ur, SJÓR, stend­ur fyr­ir hópsundi frá Bessastöðu­m til Naut­hóls­vík­ur, naest­kom­andi fimmtu­dag, 4. júlí. Sund­ið er aetl­að þeim sem reynslu hafa af sjó­sundi.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Bessastaða­sund­ið er eitt af löngu sund­un­um okk­ar sem við bjóð­um upp á í sum­ar, en þetta er í fjórða skipt­ið sem það er hald­ið,“seg­ir Ragn­heið­ur Val­garðs­dótt­ir, formað­ur fé­lags­ins SJÓR.

Synt er frá Bessastöðu­m, en sund­menn maeta í Naut­hóls­vík og það­an verð­ur þeim skutl­að á upp­hafs­stað sunds­ins. „Sund­ið byrj­ar fyr­ir neð­an Bessastaði í Lambhúsa­tjörn. Það­an er synt út tjörn­ina, Skerja­fjörð­inn og inn Naut­hóls­vík. Þetta eru 4,5 km,“seg­ir Ragn­heið­ur. „Fyr­ir þá sem ekki treysta sér í svo langt sund er líka í boði að fara styttri leið, en þá er far­ið út hjá Ran­an­um á Bessastaða­nes­inu og synt inn í Naut­hóls­vík. Það eru 2,4 km.“

Ragn­heið­ur seg­ir Bessastaða­sund­ið aetl­að fyr­ir þá sem van­ir eru sjó­sundi. „Þetta er eitt af löngu sund­un­um okk­ar og þarna er bátafylgd og kaj­ak­ar sem fylgja sund­mönn­um.“Fé­lag­ið áskil­ur sér rétt til þess að stöðva sund þeirra sem þeir treysta ekki til að synda eða ná ekki að synda gegn­um straum­ana. „Það er mik­ilvaegt að vera með sund­hettu í ska­er­um lit­um til að auka sýni­leika,“seg­ir hún. „Sund­hett­an er einnig mik­ilvaeg vegna þess að kóln­un­in verð­ur mik­il á höf­uð­svaeð­inu og aft­an á hnakk­an­um. Það er ekki gott að vera í hönsk­um og sokk­um í svona löngu sundi, þannig er erf­ið­ara að synda.“Hún baet­ir við að mik­ilvaegt sé að stoppa sem minnst, en haegja frek­ar á ferð­inni ef þreyta ger­ir vart við sig.

Sund­mönn­um verð­ur skutl­að á upp­hafs­stað sunds­ins frá Naut­hóls­vík og því er mik­ilvaegt að maeta tím­an­lega. Þeir sem aetla lengri vega­lengd­ina maeta kl. 16.00, en hinir kl. 16.30. Þátt­töku­gjald er 1.000 krón­ur, en ókeyp­is er fyr­ir fé­lags­menn SJÓR.

Þeir sem hafa lát­ið sig dreyma um sund­sprett í sjón­um, en ekki þor­að að taka af skar­ið enn, eru boðn­ir vel­komn­ir í hóp­inn. „Við tök­um á móti ný­lið­um alla mið­viku­daga í sum­ar klukk­an 17.30 í Naut­hóls­vík­inni,“seg­ir Ragn­heið­ur. „Þá för­um við í gegn­um grunn­atrið­in, fylgj­um fólki út í sjó og synd­um með því. Eins fra­eð­um við fólk um kosti sjó­sunds og hvað ber að var­ast.“

Bessastaða­sund­ið er aetl­að vön­um sjó­sund­mönn­um en ný­lið­um er bent á Foss­vogs­sund­ið sem fer fram tvisvar á ári, naest í ág­úst. Frek­ari upp­lýs­ing­ar má finna á heima­síðu Sjó­sunds- og sjó­baðs­fé­lags Reykja­vík­ur, sjosund.is.

MYND/VALGARÐUR

FYR­IR VANA SUND­MENN Bessastaða­sund­ið er aetl­að þeim sem reynslu hafa af sjó­sundi. Ný­lið­um er bent á Foss­vogs­sund­ið í ág­úst.

NÝLIÐAÞJÁL­FUN Ragn­heið­ur Val­garðs­dótt­ir, formað­ur SJÓR, býð­ur þá sem hafa áhuga á sjó­sundi vel­komna í nýliðaþjál­fun á mið­viku­dög­um.

SUNDHETTUR Í SKA­ER­UM LIT­UM Sýni­leiki er mik­ilvaeg­ur í sjó­sund­inu til þess að gaeslu­menn hafi yf­ir­sýn yf­ir hóp­inn.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.