BRIMBRETTI Á BALÍ

GAMALL DRAUMUR Gísli og Guð­mund­ur hafa ver­ið bestu vin­ir frá því í grunn­skóla og lengi aetl­að sér að fara í heims­reisu. Fyrr á ár­inu létu þeir draum­inn raet­ast. Laerðu að meta lífs­ga­eð­in á Íslandi.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Vin­irn­ir Gísli Gríms­son og Guð­mund­ur Örn Magnús­son héldu af stað í sex mán­aða heims­reisu í lok janú­ar og komu heim í síð­ustu viku. „Við höf­um ver­ið að tala um þetta frá því í grunn­skóla. Byrj­uð­um þó ekki að skipu­leggja þetta af al­vöru fyrr en í janú­ar í fyrra,“segja strák­arn­ir. Þeir voru svo heppn­ir að ferða­skrif­stof­an Kil­roy var opn­uð í fyrra­sum­ar en þar fengu þeir hjálp við und­ir­bún­ing sem spar­aði þeim mik­inn tíma við að skipu­leggja og panta flug. „Það sem tók þá enga stund að skipu­leggja og panta hefði tek­ið okk­ur nokkra mán­uði, svo feng­um við líka ódýr­ara flug þar sem við vor­um með þeim,“seg­ir Gísli.

Heims­reis­ur eru held­ur bet­ur ekki ódýr­ar og höfðu strák­arn­ir unn­ið á fullu til jóla og voru þá komn­ir með naeg­an pen­ing fyr­ir reis­unni.

Á leið­inni út hafði hvor þeirra stór­an bak­poka og ann­an lít­inn. Þeir voru þó fljót­ir að baeta á sig far­angri. Þeir keyptu sér gít­ar í Kam­bódíu og brimbretti á Balí. Þetta þurftu þeir að burð­ast með það sem eft­ir var ferð­ar­inn­ar. „Við vor­um alltaf að baeta á okk­ur smá­hlut­um eins og bol­um hér og þar og minja­grip­um. Við þurft­um að fara að senda heim eitt­hvað af þessu dóti til þess að létta á far­angr­in­um,“seg­ir Guð­mund­ur.

Sex mán­uð­ir eru lang­ur tími á ferða­lagi. Strák­arn­ir voru þó frá­leitt orðn­ir leið­ir á hvor öðr­um. „Við er­um bún­ir að vera bestu vin­ir frá því í grunn­skóla þannig að þetta var ekk­ert mál,“segja þeir.

Á ferða­lög­un­um eign­uð­ust þeir marga vini frá öll­um heims­horn­um en það erf­ið­asta við ferð­ina segja þeir að hafi tví­ma­ela­laust ver­ið að kveðja þessa frá­ba­eru vini í hvert sinn.

Strák­arn­ir segja að það verði all­ir að prófa að fara í svona ferð. „Við laerð­um að meta hvað við höf­um það gott hérna á Íslandi. Við er­um líka með full­kom­ið jafn­vaegi milli fal­legr­ar nátt­úru og frá­ba­erra lífs­ga­eða. Þó svo að strend­urn­ar á Fí­djieyj­um hafi ver­ið guð­dóm­leg­ar þá var ekk­ert raf­magn þar og gíf­ur­lega mik­il fá­ta­ekt,“segja þeir. Í haust tek­ur þó raun­veru­leik­inn við. Gísli aetl­ar sér í heil­brigð­isverk­fra­eði og Guð­mund­ur í við­skiptafra­eði, báð­ir í Há­skól­an­um í Reykja­vík.

MYND/VALLI

GAMLIR VIN­IR Gísli og Guð­mund­ur skelltu sér í sex mán­aða heims­reisu og komu heim í síð­ustu viku.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.