MAT­INN MEÐ Í BOЭIÐ

ÍS­LENSK HÖNN­UN Berg­dís Björt Guðna­dótt­ir hann­aði hent­ugt ílát til að grípa mat­inn með þeg­ar all­ir eiga að leggja eitt­hvað til á veislu­borð­ið.

Fréttablaðið - FÓLK - - HEIMILI -

Töfra­t­urn­inn er ílát und­ir mat til að taka með í veisl­una þeg­ar all­ir eiga að koma með eitt­hvað,“út­skýr­ir Berg­dís Björt Guðna­dótt­ir kera­mik­hönn­uð­ur þeg­ar hún er sp­urð út í loka­verk­efni sitt frá Myndlistas­kólanum í Reykja­vík frá í vor. Berg­dís hann­aði þrjár postu­líns­skál­ar sem falla hver of­an í aðra þeg­ar þeim er stafl­að upp og fest­ar sam­an með við­ar­hand­fangi.

„Ég skoð­aði mik­ið ind­versk nest­is­box úr stáli við hug­mynda­vinn­una en þau eru byggð upp á svip­að­an hátt, rað­að sam­an og fest með spennu. Ég vildi að hægt væri að bera mat­inn fram í ílát­inu og jafn­vel hita mat­inn upp í ofni. Skál­arn­ar eru eld­fast­ar og til dæm­is hægt að baka í þeim köku og taka með sér í heim­sókn. Ég sá fyr­ir mér litla smá­rétti eins og kjöt­boll­ur eða salöt, og eins væri hægt að taka ílát­in með í lautarferð, for­rétt, að­al­rétt og eft­ir­rétt.“

Botn og lok turns­ins eru viðarplatt­ar sem einnig er hægt að nýta sem hitaplatta und­ir skál­arn­ar ef þess ger­ist þörf og svo er allt fest sam­an með tréhand­fangi.

„Ég hafði leit­að að sam­starfs­að­ila til að vinna tréhlut­ina með mér og tal­aði að end­ingu við Iðn­skól­ann í Hafnar­firði. Þar fékk ég frá­bær­ar mót­tök­ur og Daníel Rún­ar Sölva­son, sem var að út­skrif­ast það­an í vor, fékk að vinna þetta með mér sem verk­efni í Iðn­skól­an­um,“seg­ir Berg­dís, sem von­ast til að geta kom­ið Töfra­t­urn­in­um í fram­leiðslu.

„Ég er á leið­inni í fram­halds­nám til Dan­merk­ur í haust svo það verð­ur kannski ekki í nán­ustu fram­tíð. En ég hef feng­ið góð við­brögð við vör­unni og von­andi get ég kom­ið henni áfram í fram­leiðslu.“

MYND/BERG­DÍS GUÐNA­DÓTT­IR

TÖFRA­T­URN­INN Berg­dís hann­aði eld­fast­ar skál­ar úr postu­líni sem hægt er að stafla upp og taka mat­inn með í veisl­una.

MAT­INN MEÐ Daníel Rún­ar Sölva­son smíð­aði við­ar­hlut­ana í Töfra­t­urn­inn.

HÖNN­UЭUR Berg­dís Guðna­dótt­ir er á leið­inni í fram­halds­nám í kera­mik­hönn­un til Dan­merk­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.