QU­ES­A­DILLAS FYR­IR BOLTAFÓLK

CULIACAN KYNN­IR Á veit­inga­staðn­um Culiacan fæst frá og með deg­in­um í dag mat­seð­ill fyr­ir fólk sem stund­ar boltaí­þrótt­ir.

Fréttablaðið - FÓLK - - HEILSA -

Culiacan hef­ur ver­ið í sam­starfi við fjöl­marga að­ila síð­ast­lið­ið ár og þró­að rétti sem henta ýms­um hóp­um. „Í júlí á síð­asta ári kom­um við með Enchilada hlaup­ar­ans, næst komu svo Létt­ir rétt­ir, þá gerð­um við Cross­fit-rétt, svo Lágkolvetn­a-rétti og núna Bolta­rétt­ina. Þetta hef­ur mælst mjög vel fyr­ir og fólk virð­ist kunna að meta að við skul­um hafa nær­ing­ar­inni­hald­ið sýni­legt. Okk­ur finnst líka al­menn­ing­ur orð­inn hálf rugl­að­ur á öll­um áróðri um hvað er hollt og hvað ekki. Við höf­um alltaf vit­að að mat­ur­inn okk­ar er al­mennt holl­ur og úr fersku hrá­efni. Það er góð und­ir­staða en þó er ljóst að það sama hent­ar ekki fyr­ir alla. Kyrr­setu­fólk er til dæm­is að brenna miklu minna en hlaup­ari eða fólk sem stund­ar erf­ið­ar íþrótt­ir. Þannig er erfitt að ráð­leggja al­mennt um skammta­stærð­ir fyr­ir alla; orku­þörf­in er svo ofsa­lega mis­mun­andi,“seg­ir Sól­veig Guð­munds­dótt­ir hjá Culiacan.

Bolta­rétt­ur­inn, sem fæst frá og með deg­in­um í dag á Culiacan, er unn­inn í sam­starfi við nær­ing­ar­fræð­ing­inn Stein­ar B. Aðal­björns­son, sem fyr­ir nokkru gaf út rit­ið Holl nær­ing knatt­spyrnu­manna. Þetta eru gróf­ar qu­es­a­dillas með kjúk­lingi, nauta­hakki, salsasósu og græn­meti í þrem­ur skammta­stærð­um; fyr­ir börn, kon­ur og karla.

„Ég spil­aði fót­bolta á mín­um yngri ár­um og lærði síð­an nær­ing­ar­fræði í Banda­ríkj­un­um. Eft­ir að ég kom heim varð mér ljóst að ís­lensk­ir knatt­spyrnu­menn gætu gert tals­vert bet­ur hvað nær­ingu snert­ir og ef­laust náð betri ár­angri þannig, enda nær­ing jafn mik­il­væg og æf­ing­ar og hvíld.“

Stein­ar hef­ur hald­ið fjölda fyr­ir- lestra og nám­skeiða, með­al ann­ars fyr­ir Knatt­spyrnu­sam­band Ís­lands, og fannst vanta hand­hægt efni þessu tengt. „Rit­ið er 28 síð­ur og í raun hugs­að sem hand­bók. Það má nýta við æf­ing­ar og keppni, fyr­ir átök, á með­an á þeim stend­ur og á eft­ir.“Rit­ið get­ur að sögn Stein­ars nýst knatt­spyrnu­mönn­um á öll­um aldri og á öll­um getu­stig­um enda gilda sömu grunn­lög­mál­in ef nýta á nær­ingu og mataræði til þess að auka getu og ár­ang­ur í knatt­spyrnu. Rit­ið nýt­ist einnig þeim sem stunda hand­knatt­leik, körfuknatt­leik eða aðr­ar út­haldsí­þrótta­grein­ar og vilja taka nær­ingu og mataræði fast­ari tök­um.

„Rit­ið fjall­ar fyrst og fremst um magn og tíma­setn­ing­ar þó eitt­hvað sé auð­vit­að kom­ið inn á nær­ing­una sjálfa. Hvaða mataræði hent­ar hverj­um og ein­um get­ur ver­ið mis­mun­andi en hent­ug­ar tíma­setn­ing­ar mál­tíða og skammta­stærð­ir í kring­um æf­ing­ar og keppn­ir eru ekki svo frá­brugðn­ar á milli manna og þessu ber að sinna með mark­viss­um ætti ef vel á að tak­ast til,“seg­ir Stein­ar. Hann seg­ir til að mynda ekki gott að borða mik­ið rétt fyr­ir æf­ingu eða leik en hins veg­ar sé mik­il­vægt að sinna nær­ing­ar­þörf­inni vel, fljót­lega eft­ir að átök­un­um lýkur.

„Það er að mínu mati of mik­ið um það að menn leiti í óholl­an skyndi­bita eins og ham­borg­ara með feitri sósu eft­ir leik. Þetta er hins veg­ar tím­inn til að hlaða batte­rí­in og byggja sig upp fyr­ir kom­andi átök og þá ætti að leggja áherslu á allt aðra fæðu.

Stein­ar mæl­ir með því að fólk eldi sem mest sjálft en vilji það gera vel við sig og grípa eitt­hvað fljót­legt, til dæm­is eft­ir æf­ingu eða leik, sé Culiacan til­val­inn stað­ur enda hrá­efn­ið hollt og gott. „Sól­veig bygg­ir rétt­ina á bók­inni en ég hef engra annarra hags­muna að gæta af sölu þeirra. Þarna er það að­al­lega magn­ið sem um ræð­ir en skammt­arn­ir eru sem fyr­ir seg­ir fyr­ir kon­ur, karla og börn.“

Culiacan er til húsa að Suð­ur­lands­braut 4a. Nán­ari upp­lýs­ing­ar um bók­ina Holl nær­ing knatt­spyrnu­manna er að finna á www.fot­bolta­mat­ur.com þar sem rit­ið er einnig til sölu.

EFT­IR ÁTÖK ÞARF AÐ BYGGJA UPP Stein­ar tel­ur knatt­spyrnu­fólk og ann­að boltaí­þótta­fólk geta bætt ár­ang­ur sinn um­tals­vert með bættu mataræði. Bolta­rétt­ur­inn kem­ur í þrem­ur stærð­um.

TIL­VAL­IÐ FYR­IR BOLTAFÓLK Culiacan hef­ur ver­ið í sam­starfi við fjöl­marga að­ila síð­ast­lið­ið ár og þró­að rétti sem henta ýms­um hóp­um.

FERSKT OG GOTT HRÁ­EFNI Culiacan legg­ur mik­inn metn­að í ferskt hrá­efni og út­býr allt salsa og guaca­mole dag­lega frá grunni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.