HNETUSJEIK MEÐ HAMBORGARA­NUM

TEXAS­BORG­AR­AR KYNNA Hnetusjeik í anda El­vis Presley með hamborgara­num er nýj­asta æð­ið á Texas­borg­ur­um við Gr­anda­garð.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Sj­eik með ham­borg­ara fá fá­ir stað­ist. Og nú er boð­ið upp á nýj­an sj­eik á Texas­borg­ur­um við Gr­anda­garð sem slær flest út, hnetusjeik. „El­vis Presley var sólg­inn í hnetu­smjör eins og frægt er. Það er út frá því sem hnetu­smjörs­sj­eik­inn varð til og þeg­ar ég bragð­bætti hann með kara­mellu varð hann full­kom­inn,“seg­ir Magnús Ingi Magnús­son veit­inga­mað­ur. Frír orku­drykk­ur fylg­ir sj­eikn­um í kaup­bæti með­an birgð­ir end­ast.

Ný­lega var kjúk­linga­rétt­um og djúp­steikt­um fiski með frönsk­um bætt á mat­seð­il­inn og sömu­leið­is sett upp Big Green Egg-kola­grill.

Sér­mat­seð­ill er fyr­ir það með steik­ar­borg­ur­um og steik­um úr nauta­lund­um, grísarifj­um og hum­ar. „Við höf­um ver­ið óhrædd við að prófa nýj­ung­ar sem aðr­ir bjóða ekki upp á og það hef­ur vak­ið mikla lukku,“seg­ir Magnús Ingi Magnús­son veit­inga­mað­ur. „En það fer samt alltaf mest af ekta am­er­ísk­um ost­borg­ara, það er klass­ík sem öll­um þyk­ir góð.“Magnús legg­ur áherslu á að all­ir ham­borg­ar­arn­ir séu stór­ir, þeir eru 140 grömm, og unn­ir frá grunni á staðn­um úr úr­vals­hrá­efni.

TIL­BOÐ ALLA DAGA

Texas­borg­ara­til­boð, sem býðst alla daga, er lang­vin­sæl­ast en það sam­an­stend­ur af Texas-ost­borg­ara með frönsk­um og gosi og kost­ar að­eins 1.390 kr. Þeir sem vilja gera vel við sig bæta t.d. við bernaise-sósu, bei­koni, gráð­osti og spældu eggi fyr­ir klink.

MYND/ARNÞÓR

ALLTAF VIN­SÆLL Magnús Ingi býð­ur upp á hnetu­hrist­ing í anda El­vis Presley,

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.