SKIPU­LAG Í TÖSKUNNI

Ertu að fara í ferða­lag? Áttu það til að taka of mik­ið með þér? Krump­ast allt í töskunni? Hér eru nokk­ur ráð sem gott er að hafa í huga við pökk­un.

Fréttablaðið - FÓLK - - FERÐATÖSKU­R -

1 Tíndu til allt sem þú ætl­ar að hafa með og dreifðu því á rúm eða borð. Reyndu að sjá fyr­ir þér sam­setn­ing­ar fyr­ir hvern dag. Oft er hægt að skera nið­ur um þriðj­ung. Hafðu í huga að al­geng­ustu mis­tök­in sem fólk ger­ir er að pakka of miklu nið­ur.

2 Settu þunga hluti neðst í tösk­una; bæk­ur, skó og snyrti­vör­ur. Gættu þess að setja sjampó og ann­an vökva í poka.

3 Settu skótau í poka. Snúðu pör­un­um hæl í tá til að spara pláss. Ef þú tel­ur lík­ur á að pláss­ið verði af skorn­um skammti get­ur ver­ið ráð að fylla skóna með sokka­pör­um en þannig halda þeir líka lög­un sinni.

4 Fylltu upp í botn­inn með bol­um og nátt­föt­um þannig að úr verði nokk­uð sam­fellt lag. Ekki er verra ef hægt er að rúlla fatn­að­in­um upp og skorða hann á milli.

5 Næst skaltu setja bux­ur, kjóla og jakka. Reyndu að hafa sem fæst brot í föt­un­um. Efst fara svo strauj­að­ar skyrt­ur, kjól­ar og fínni föt. Sum­ir kjósa að hafa slík­an fatn­að í fata­hreins­un­ar­poka.

6 Marg­ar tösk­ur eru bún­ar auka­hólf­um í lok­inu og er gott að flokka í þau nær­föt, sokka, bindi, belti, sund­föt og brjósta­höld. Einnig hleðslu­tæki og ann­an slík­an bún­að.

7 Munið að stinga nið­ur auka­poka fyr­ir óhreint tau.

ALGENG MIS­TÖK Al­geng­ustu mis­tök­in sem fólk ger­ir er að taka of mik­ið með sér.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.