HEIMAGERÐ VÖRN

HEILSA Geisl­ar sól­ar geta skað­að húð­ina illa ef hún er ekki vel var­in. Heima í eld­húsi er haegt að kokka upp sól­ar­vörn með ein­föld­um haetti.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

HEIMATILBÚ­IN SÓL­AR­VÖRN MEÐ ALLT AÐ 20-SPF STUÐLI.

¼ bolli ol­ía, til daem­is kó­kosol­ía eða ólífu­olía 5 tsk. sink ox­i­de-púð­ur (finnst yf­ir­leitt í ung­barna­deild­inni inn­an um blei­ur og blaut­klúta) 1 msk. bý­vax 3 msk. aloe vera-gel ½ bolli eim­að vatn 2-3 belg­ir af E-víta­mínol­íu (má sleppa) ilmol­í­ur (má sleppa og ekki nota ol­í­ur af sítrusávöx­t­um þar sem þa­er geta ert húð­ina) Hit­ið ol­í­una og bý­vax­ið yf­ir vatns­baði þar til það bráðn­ar sam­an. Tak­ið þá af hit­an­um og baet­ið ol­í­unni úr E-víta­mín belgj­un­um út í og ilmol­í­unni ef aetl­un­in er að nota ilm. Hell­ið í skál og bland­ið sink­púðr­inu út í. Velg­ið vatn­ið í potti ásamt aloe vera-gel­inu og hell­ið því svo ró­lega sam­an við olíu­blönd­una og þeyt­ið á með­an með písk­ara. Hell­ið í hreint ílát, glerkrús eða plastílát og lát­ið harðna, til daem­is í ís­skáp. Ber­ið ríku­lega á kropp­inn áð­ur en far­ið er út í sól­ina. Það er sink­púðr­ið sem veit­ir vörn­ina gegn sól­inni og ef þetta er of mik­il fyr­ir­höfn má líka búa til af­ar ein­falda sól­ar­vörn með því að blanda nokkr­um mat­skeið­um af sink­púðri út í það húð­krem sem er til uppi í skáp. Krem­ið má bara ekki inni­halda sítru­sol­í­ur. Uppskrift­in er feng­in af www.kidzworld.com

BÝ­VAX Gott er að nota bý­vax í heima­gerða sól­ar­vörn en með því hrind­ir húð­in frá sér vatni.

VÖRN Hreint aloe verag­el er tal­ið gott fyr­ir húð­ina.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.