GAETA FERÐAFÓLKS

Á FJÖLLUM Á sunnu­dag­inn lauk fyrstu viku árs­ins í há­lendis­vakt björg­un­ar­sveita. Alls að­stoð­uðu 22 björg­un­ar­menn 111 manns í 46 til­vik­um.

Fréttablaðið - FÓLK - - HELGIN -

Alls voru fimm hóp­ar björg­un­ar­sveit­ar­manna við störf á fjór­um stöð­um í síð­ustu viku, að Fjalla­baki, á Kili, á Sprengisan­di og á svaeð­inu norð­an Vatna­jök­uls. Sta­ersti hóp­ur­inn var að Fjalla­baki en þar voru sam­an komn­ir tíu með­lim­ir úr Flug­björg­un­ar­sveit­inni í Varma­hlíð og Skag­firð­inga­sveit­inni. „Við vor­um með að­set­ur í Land­manna­laug­um og vor­um hér í átta daga, frá laug­ar­degi fram á sunnu­dag,“seg­ir Hilm­ar Bald­urs­son hóp­stjóri. Verk­efn­in voru naeg. „Við vor­um til daem­is að flytja sjúk­linga á móti sjúkra­bíl­um, bjarga fólki úr ám, að­stoða fólk með bil­aða bíla, sinna fólki sem hafði of­ka­elst og allt þarna á milli,“upp­lýs­ir Hilm­ar, en dag­arn­ir voru jafn fjöl­breytt­ir og þeir voru marg­ir. „Við gát­um aldrei vit­að hvernig dag­ur­inn yrði. Eitt sinn aetl­uð­um við í fimm mín­útna skreppitúr en á end­an­um vor­um við í átta tíma törn við björg­un­ar­störf.“

Hóp­ur­inn hafði þrjá bíla til um­ráða og gat þannig skil­ið einn eft­ir mann­að­an í Land­manna­laug­um. „Það létti okk­ur hinum líf­ið því þá þurft­um við ekki að rjúka til baka ef eitt­hvað kom upp á á tjaldsvaeð­inu,“seg­ir Hilm­ar en hann tel­ur fulla nauð­syn á há­lend­is­gaeslu á Íslandi. „Þetta er kom­ið til að vera, það er ekki spurn­ing,“seg­ir hann, en baet­ir við að þó þurfi að taka til skoð­un­ar hver eigi að fjár­magna gaesl­una enda sé þetta dýrt fyr­ir­ta­eki. „All­ir sem eru í há­lend­is­gaesl­unni gefa vinnu sína og nota hluta af sum­ar­frí­inu sínu,“seg­ir hann. Hann við­ur­kenn­ir þó að all­ir sem sinni gaesl­unni hafi gam­an af því. „Þetta er auð­vit­að ofsa­lega skemmti­legt líka, ann­ars vaeri mað­ur ekki að þessu,“seg­ir hann glað­lega. „Það er oft líf og fjör hjá okk­ur. Á kvöld­in grill­um við, spil­um og höf­um gam­an.“

Í þess­ari fyrstu viku há­lend­is­gaesl­unn­ar voru 22 björg­un­ar­sveit­ar­menn að störf­um á fjór­um svaeð­um. Þeir sinntu alls 111 manns í 46 til­vik­um. Hilm­ar seg­ir út­lend­inga hafa ver­ið í meiri­hluta þeirra sem að­stoð­að­ir voru. „Það sem kem­ur fólki helst í vandra­eði er kunn­áttu­leysi, sér­stak­lega í kring­um árn­ar,“seg­ir hann.

Í þess­ari viku fjölg­ar björg­un­ar­sveit­ar­mönn­um í takt við ferða­menn­ina á svaeð­inu en alls verða 36 björg­un­ar­sveit­ar­menn við störf á há­lend­inu fram á sunnu­dag þeg­ar ný­ir hóp­ar taka við.

MYND/HILM­AR BALD­URS­SON

FRÍÐUR HÓPUR Tíu liðs­menn Flug­björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar í Varma­hlíð og Skag­firð­inga­sveit­ar voru við störf að Fjalla­baki í síð­ustu viku.

KALT Með­al verk­efna sveit­ar­inn­ar var að sinna fólki sem hafði of­ka­elst.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.