HVÍTARI TENNUR

ICECARE KYNN­IR Með Gum Orig­inal White-munnskoli og -tann­kremi verða tenn­urn­ar hvítari. Vörurnar inni­halda flúor, veita vörn, hreinsa bletti og óhrein­indi og inni­halda ekki skað­leg bleiki­efni.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Gum Orig­inal White-munnskol og -tann­krem hreinsa af bletti og óhrein­indi, vernda tenn­urn­ar og þær má nota að stað­aldri. Guðný Ævars­dótt­ir tann­fræð­ing­ur hef­ur not­að Gum-vörurnar í mörg ár á tann­lækna­stof­unni Brostu. „Ég get mælt heils­hug­ar með Gum-vör­un­um. Vöru­lín­an er virki­lega breið og góð og í henni má fá allt frá tann­burst­um og Soft Pickstann­stöngl­um til tann­hvítt­un­ar­efna. Þeir hjá Gum eru fljót­ir að til­einka sér nýj­ung­ar og þeir fylgja þörf­um fólks, sem er virki­lega gott í þess­um geira,“seg­ir Guðný.

GÓÐ HREINSUN

Gum Orig­inal White-tann­hvítt­un­ar­vör­urn­ar hreinsa af bletti og óhrein­indi og tenn­urn­ar fá sinn upp­runa­lega lit en vörurnar inni­halda flúor. Þær skaða ekki al­menna tann­heilsu og þær inni­halda ekki bleiki­efni sem geta skað­að nátt­úru­lega vörn tann­anna. „Hvítt­un­ar­lín­an, Orig­inal White, er mjög góð því hún virkar vel en leið­ir samt sem áð­ur ekki til tannkuls og slípimass­inn er agn­arsmár svo hann risp­ar ekki upp gler­ung­inn eins og oft vill verða þeg­ar not­uð eru hvítt­un­ar­t­ann­krem. Guðný nefnir einnig að Orig­inal White-lín­an viðheldur ár­angri eft­ir lýs­ing­ar­með­ferð á tann­lækna­stofu. „Soft Picks-tann­stöngl­arn­ir eru mitt upp­á­hald því þeir kom­ast vel á milli tann­anna, þeir inni­halda eng­an vír og eru rík­ir af flúor. Frá­bær­ir einnota tann­stöngl­ar sem virka eins og millit­ann­burst­ar en þá er hægt að hafa í vesk­inu eða heima fyr­ir fram­an sjón­varp­ið,“seg­ir Guðný.

MYND/GVA

TANNHVÍTTU­N Guðný Ævars­dótt­ir tann­fræð­ing­ur not­ar GUM-vörurnar með góð­um ár­angri.

ÁR­ANG­UR Hvítt­un­ar­vör­urn­ar inni­halda sér­staka blöndu sem er var­in einka­leyfi en hún hreins­ar bet­ur en bleiki­efni. Vörurnar fást í flest­um apó­tek­um, Hag­kaup­um, Fjarð­ar­kaup­um og Fem­in.is

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.