Á RÚNTINUM

LJÓS­MYND­IR Krúser-klúbbur­inn stend­ur fyr­ir ljós­mynda­sýn­ingu í húsa­kynn­um sín­um á hverju fimmtu­dags­kvöldi. Í júlí­mán­uði sýn­ir Elva Hrönn Guð­bjarts­dótt­ir myndir sín­ar af eð­al­vögn­um og töffara­leg­um kögg­um.

Fréttablaðið - FÓLK - - FERÐIR -

g hef alltaf haft áhuga á ljós­mynd­un og hef ver­ið með bíla­dellu lengi. Fyr­ir nokkr­um ár­um komst ég upp á lag­ið með að sam­eina þessi áhuga­mál,“seg­ir Elva Hrönn Guð­bjarts­dótt­ir, sem er sú þriðja í röð­inni sem held­ur sýn­ingu á bíla­mynd­um í húsa­kynn­um Krúser að Höfða­bakka 9. „Sýn­ing­arn­ar hóf­ust í maí á því að Guð­finn­ur Ei­ríks­son sýndi sín­ar myndir og í júní voru það tví­bur­ar sem kalla sig B&B Krist­ins­syni sem áttu svið­ið. Einar Kára­son, rit­ari hjá Krúser, man­aði mig síð­an til að taka að mér júlí­mán­uð,“seg­ir Elva Hrönn og baet­ir við að hún hafi þurft að stíga nokk­uð út fyr­ir þa­eg­ind­aramm­ann til að halda þessa fyrstu ljós­mynda­sýn­ingu sína.

En hvað er það við bíla sem ger­ir þá að skemmti­legu mynd­efni? „Forn­bíl­ar eru svo skemmti­lega hann­að­ir og mér finnst mik­il róm­an­tík yf­ir þeim,“svar­ar Elva Hrönn sem reyn­ir að leika sér dá­lít­ið með mynd­efn­ið. „Svo reyni ég stund­um að nota þriðja aug­að til að fá nýtt sjón­ar­horn,“seg­ir hún glett­in.

Á sýn­ing­unni eru nokkr­ar myndir sem Elva Hrönn hef­ur tek­ið í gegn­um tíð­ina en flest­ar hef­ur hún tek­ið frá því í vor. „Ég hef þurft að skipta reglu­lega um myndir því karl­arn­ir hafa ver­ið dug­leg­ir að kaupa myndir af bíl­un­um sín­um,“seg­ir hún glað­lega.

Stefnt er að því að ljós­mynda­sýn­ing­ar verði áfram naestu mán­uði en sýn­ing­in er að­eins op­in á fimmtu­dags­kvöld­um klukk­an 20 þeg­ar Krúser held­ur sitt viku­lega opna hús. All­ir eru vel­komn­ir. Nán­ari upp­lýs­ing­ar má finna á www.kruser.is

MYNDIR/ELVA HRÖNN

ANN­AÐ SJÓN­AR­HORN Elva Hrönn reyn­ir að taka myndir af bíl­un­um frá ýms­um sjón­ar­horn­um.

ÁHUGALJÓSM­YNDARI Elva Hrönn sam­ein­aði áhuga­mál­in sín tvö, ljós­mynd­un og bíla­dellu. Afrakst­ur­inn sýn­ir hún í húsa­kynn­um Krúser-klúbbs­ins.

Á RÚNTINUM Í BAEN­UM Það er ekki ama­legt að geta dreg­ið fram þessa dross­íu á góð­viðr­is­degi.

DYTTAÐ OG DÚLLAÐ Eig­end­ur forn­bíl­anna verja ógn­ar­tíma í að snur­fusa bíla sína og gera þá skín­andi fína.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.