HEIMA HJÁ EINARI ÁSKELI

Fréttablaðið - FÓLK - - FERÐIR -

Ein­ars Áskelssafn­ið í Gauta­borg er vinsaelt hjá ferða­mönn­um, enda á sögu­per­són­an sér að­dá­end­ur um all­an heim. Safn­ið er stutt frá að­al­lest­ar­stöð­inni og aetti ekki að vera erfitt að finna það. Það er að­al­lega sett upp fyr­ir börn en full­orðn­ir sem þekkja Einar Áskel hafa ekki síð­ur gam­an af að koma þar. Í safn­inu birt­ist heim­ili Ein­ars Áskels ljós­lif­andi fyr­ir börn­un­um. Þar má sjá þyrluna, skrímsl­in og vin­ina Millu, Vikt­or og Manga. Pabbi og amma eru held­ur ekki langt und­an. Ein­ars Áskelssafn­ið er skap­andi stað­ur, þar sem alltaf er eitt­hvað um að vera, leik­hús, tón­leik­ar, dans, leik­ir og fleira. Ein­hver skemmti­leg uppá­koma er á hverj­um degi fyr­ir börn­in. Safn­ið er op­ið alla daga frá kl. 10-16. Í safn­inu er kaffi­stofa þar sem haegt er að fá sér í svang­inn og þar er einnig versl­un með margs kon­ar varn­ingi sem teng­ist bók­un­um um Einar Áskel. Gunilla Bergström er höf­und­ur bók­anna um Einar Áskel. Hún er faedd og upp­al­in í Gauta­borg í Sví­þjóð. Ba­ek­ur henn­ar hafa ver­ið þýdd­ar á 30 tungu­mál. Fyrsta bók­in um Einar Áskel kom út ár­ið 1972. Á hverju ári er meira en ein millj­ón bóka henn­ar feng­in að láni á bóka­söfn­um í Sví­þjóð.

sem býð­ur aug­lý­send­um að kynna vör­ur og þjón­ustu í formi við­tala og um­fjall­ana ásamt hefð­bundn­um aug­lýs­ing­um. Bl­að­ið fylg­ir Frétta­blað­inu dag­lega. Út­gef­andi: Sölu­menn: EINAR ÁSKELL Að­dá­end­ur hans eru á öll­um aldri um all­an heim. Ábyrgð­ar­mað­ur:...

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.