LYFIS STÓRLÆKKAR LYFJAKOSTN­AÐ

LYFIS KYNNIR Sam­kvæmt ný­út­gef­inni skýrslu Sjúkra­trygg­inga Ís­lands lækk­ar lyfja­kostn­að­ur milli ára um hundruð millj­óna. Lækk­un kostn­að­ar skýrist fyrst og fremst af auk­inni sam­keppni sam­heita­lyfja á lyfja­mark­aði.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Eft­ir að hafa unn­ið mark­visst að því síð­ustu ár er ár­ang­ur­inn hér stað­fest­ur af Sjúkra­trygg­ing­um Ís­lands, stærsta greið­anda lyfja. LYFIS hef­ur skap­að mikla verð­sam­keppni á sam­heita­lyfja­mark­aði síð­an fyr­ir­tæk­ið mark­aðs­setti sín fyrstu lyf.

LYFIS er til­tölu­lega nýtt sam­heita­lyfja­fyr­ir­tæki sem kom með sín fyrstu lyf á mark­að ár­ið 2010. Síð­an þá hafa hlut­irn­ir gerst hratt og hef­ur fyr­ir­tæk­ið nú mark­aðs­sett um 70 sam­heita­lyf frá heims­þekkt­um lyfja­fram­leið­end­um. „LYFIS mark­aðs­setti tugi lyfja ár­ið 2012 og skipt­ir þar mest um lyf­in frá TEVA, sem er stærsta sam­heita­lyfja­fyr­ir­tæki heims. Það er mjög mik­il­vægt fyrir okk­ur Ís­lend­inga að lyf­in frá TEVA standi okk­ur nú til boða og fjölg­ar það lyfj­um sem í boði er og eyk­ur sam­keppni á mark­aði þar sem lyfja­verði hef­ur ver­ið hald­ið háu í krafti fákeppni,“seg­ir Há­kon Steins­son, lyfja­fræð­ing­ur og mark­aðs­full­trúi LYFIS. „Auk TEVA-lyfja mark­aðs­set­ur LYFIS einnig lyf und­ir heit­um Rati­oph­arm, LYFIS, Blu­ef­ish, Krka, BMM pharma, Farmaplus og Medical.“

Fram kem­ur í skýrslu Sjúkra­trygg­inga að auk­in sam­keppni sé mik­il­væg ástæða fyrir lækk­un lyfja­verðs, sem stað­fest­ir það sem LYFIS hef­ur hald­ið fram. „Verð á fjölda lyfja hef­ur lækk­að um tugi pró­senta á stutt­um tíma. Dæmi eru um verð­lækk­an­ir um allt að 70%. Það er því mjög ánægju­legt fyrir LYFIS að yf­ir­völd hafa stað­fest það sem fyr­ir­tæk­ið hef­ur hald­ið fram,“seg­ir Há­kon. „Hér fær heil­brigðis­kerf­ið hundruð millj­óna auka­lega til ráð­stöf­un­ar sem hlýt­ur að koma sér vel.“

Með til­komu LYFIS á mark­að hef­ur úr­val sam­heita­lyfja stór­auk­ist. „Þetta hef­ur leitt til þess að meira en eitt lyf kepp­ir um að verða ódýr­ast sem hef­ur skap­að grunn að þeirri sam­keppni sem nauð­syn­leg er til að lækka lyfja­verð,“seg­ir Há­kon. „Þar með hef­ur auk­ist að við­skipta­vin­um apó­teka er boð­ið ódýr­ara sam­heita­lyf og verð­ur al­menn­ing­ur ef­laust meira var við það.“Að lok­um tek­ur Há­kon fram „að ekk­ert lyf kemst á mark­að án þess að fá til þess leyfi yf­ir­valda og að hafa ver­ið ýt­ar­lega met­ið með til­liti til virkni, gæða og ör­ygg­is“. „Lyfja­kostn­að­ur Sjúkra­trygg­inga 2012“www.sjukra. is -> Um okk­ur -> Út­gáfa og skýrsl­ur -> Skýrsl­ur.

MYND/ARNÞÓR

EYK­UR SAM­KEPPNI „Það er mjög mik­il­vægt fyrir okk­ur Ís­lend­inga að lyf­in frá TEVA standi okk­ur nú til boða. Það eyk­ur sam­keppni á mark­aði þar sem lyfja­verði hef­ur ver­ið hald­ið háu í krafti fákeppni,“seg­ir Há­kon Steins­son, lyfja­fræð­ing­ur og...

ÁRSSKÝRSLA­Á Ý LYFIS Með til­komu LYFIS á mark­að hef­ur úr­val sam­heita­lyfja stór­auk­ist.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.