SKÚLP­TÚR ÚR PORSCHE 911

Hönn­uð­ur­inn Gerry Ju­dah hann­ar á hverju ári skúlp­túr til heið­urs einni bíla­teg­und á há­tíð­inni The Goodwood Festi­val of Speed.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Goodw­in Festi­val of Speed er ár­leg há­tíð sem hald­in er í Vest­ur-Sus­sex-hér­aði á Englandi og snýst um hrað­skreiða bíla. Allt frá ár­inu 1997 hef­ur Gerry Ju­dah hann­að nýj­an skúlp­túr fyr­ir hverja há­tíð. Í ár var kom­ið að Porsche 911-bif­reið­inni en svo vill til að teg­und­in held­ur upp á fimm­tíu ára af­mæli í ár.

Skúlp­túr­inn í ár minn­ir helst á þrjár þot­ur sem þjóta til him­ins með reyk­ský á eft­ir sér. Í verk­ið not­aði Ju­dah þrjár 35 metra lang­ar stál­plöt­ur en á enda hverr­ar þeirra festi hann bíl af gerð­inni Porsche 911. Bíl­arn­ir þrír eru frá ólík­um tíma­bil­um og hylla þannig sögu Porsche. Allt verk­ið í heild veg­ur 22 tonn en þess má geta að hver stál­stöng mjókk­ar eft­ir því sem neð­ar dreg­ur og neðsti hlut­inn er það mjór að venju­leg­ur mað­ur nær ut­an um súl­una með hönd­un­um.

UPP Í LOFT Bíl­arn­ir þrír virð­ast þjóta af krafti beint upp í loft.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.