VANMETIN ÚTIVISTARP­ERLA

HEILLANDI REYKJANES Reykja­nesskag­inn býr yf­ir fal­leg­um göngu­leið­um og skemmti­leg­um fjöll­um. Flat­lend­ið er mik­ið og gott út­sýni víða.

Fréttablaðið - FÓLK - - FERÐIR -

Reykja­nesskag­inn er van­met­ið úti­vist­ar­svæði sem lands­menn ættu að gefa meiri gaum að, enda stað­sett­ur í tún­fæti höf­uð­borg­ar­búa. Hraun­ið set­ur sterk­an svip á lands­lag­ið og þar er að finna marg­ar skemmti­leg­ar göngu­leið­ir og fjöll af öll­um stærð­um og gerð­um. Rann­veig Lilja Garð­ars­dótt­ir leið­sögu­mað­ur er ein þeirra sem lengi hafa stund­að úti­vist á þess­um slóð­um en hún stend­ur fyr­ir viku­leg­um göngu­ferð­um um skag­ann yf­ir sum­ar­tím­ann.

„Að mínu mati er Reykja­nesskag­inn ákaf­lega van­met­inn sem úti­vist­ar­svæði. Gaml­ar þjóð­leið­ir, eft­ir hesta og göngugarpa fyrri alda, liggja víða um skag­ann og eru vel grein­an­leg­ar í lands­lag­inu. Hér er einnig að finna úr­val fjalla sem henta ólík­um hóp­um. Mörg þeirra eru ekki mjög há og því heppi­leg fyr­ir þá sem vilja fara í stutt­ar og þægi­leg­ar fjall­göng­ur.“

Flat­lend­ið í bland við fjöll­in er einnig mik­ill kostur því það þarf ekki að ganga marga metra upp til að fá dá­semdar­út­sýni yf­ir all­an skag­ann.

Keil­ir er trú­lega vin­sæl­asta og þekkt­asta fjall­ið á Reykja­nesi en Græna­dyngja og Trölla­dyngja eru líka vinsæl fjöll að sögn Rann­veig­ar, enda ægifag­urt út­sýni of­an af þeim.

„Af öðr­um fjöll­um má nefna Fa­gra­dals­fjall, sem er skemmti­legt fyr­ir þá sem vilja lengri og erf­ið­ari fjall­göng­ur. Þor­bjarn­ar­fell er mjög vin­sælt en í toppi þess eru stór­ar og til­komu­mikl­ar gjár sem hægt er að ganga um.“

Af vin­sæl­um göngu­leið­um nefn­ir hún Skóg­fella­veg, gamla þjóð­leið sem ligg­ur á milli Voga á Vatns­leysu­strönd og Gr­inda­vík­ur, Presta­stíg, gamla þjóð­leið sem ligg­ur frá Hafna­vegi að Húsat­ótt­um í Gr­inda­vík, og Ket­ils­stíg, sem ligg­ur frá Sel­túni yf­ir Sveiflu­háls, fram hjá Arn­ar­vatni og Arn­arnípu og að katl­in­um í Mó­hálsa­dal.

Að­staða til göngu- og fjalla­ferða á Reykja­nesi er með miklu ágæt­um að sögn Rann­veig­ar. Hún seg­ir marg­ar stik­að­ar göngu­leið­ir vera frá Hafnar­firði út all­an skag­ann, auk þess sem hægt sé að nálg­ast göngu­kort í upp­lýs­inga­mið­stöðv­um.

„Það er hægt að kom­ast á bíl að öll­um göngu­leið­um hér og gott að­gengi er einn af kost­um svæð­is­ins.“

MYND/RANN­VEIG LILJA

FEGURÐ Reykja­nesskag­inn býr yf­ir ótal göngu­leið­um og fal­leg­um fjöll­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.