VEIÐIN SAMEINAR FJÖL­SKYLD­UNA

GÓÐ STUND Í SUM­AR Veiði er skemmti­legt og ódýrt áhuga­mál fyr­ir fjöl­skyld­una. Hægt er að byrja með ódýr­an bún­að og vötn er að finna víða um land.

Fréttablaðið - FÓLK - - FERÐIR -

Veiði er til­val­ið áhuga­mál fyr­ir fjöl­skyld­una. Börn þurfa ekki að vera há í loft­inu til að geta kast­að fyr­ir fisk og all­ir fjöl­skyldu­með­lim­ir geta tek­ið þátt í veið­inni. Að sögn Ingi­mund­ar Bergs­son­ar hjá Veiði­kort­inu hef­ur þátt­taka yngri fjöl­skyldu­með­lima í veiði auk­ist mik­ið síð­ustu ár­in, enda til­tölu­lega ódýrt áhuga­mál sem sameinar fjöl­skyld­una.

„Þetta er til­val­in leið til að draga krakka frá tölv­unni og kynna þau fyr­ir nátt­úr­unni. Ef þeir verða heppn­ir og fá fisk fljót­lega eða lenda í góðri veiði er ekki aftur snú­ið. Þá fara krakk­ar að suða í for­eldr­um sín­um um að koma í veiði.“

Það er til­tölu­lega ódýrt að fjár­festa í veiði­bún­aði fyr­ir börn. Ingi­mund­ur seg­ir ódýr­ar stang­ir fást víða, til dæm­is í veiði­búð­um og á bens­ín­stöðv­um. „Þeg­ar ódýr­ar stang­ir eru keypt­ar fyr­ir börn er gott ráð að skipta um línu. Hún vill stund­um verða erf­ið eft­ir smá notk­un. Svo er ágætt að eiga nokkra spúna og öng­ul. Maðka er hægt að kaupa víða og svo geta börn auð­vit­að tínt hann sjálf í rign­ingu.“

Gott er að huga að nokkr­um þátt­um þeg­ar veiði er kynnt fyr­ir börn­um að sögn Ingi­mund­ar. „Það er lyk­il­at­riði að þau séu vel bú­in og klædd svo þeim verði ekki kalt. Eins er gott að venja þau á að vera með sól­eða hlífð­argler­augu. Svo þarf að fylgj­ast vel með þeim og að­stoða eft­ir þörf­um.“

Ógrynni vatna er að finna um allt land og kost­ar lít­ið að veiða í mörg­um þeirra. „Sá sem kaup­ir sér Veiði­kort­ið hef­ur að­gang að 35 vötn­um um allt land. Eitt kort dug­ar því full­orð­inn get­ur tek­ið með eins mörg börn og hann vill.“

Mörg skemmti­leg vötn eru í ná­grenni Reykja­vík­ur sem gott er að byrja á. „Það fisk­ast til dæm­is oft vel í Þing­valla­vatni. Þar er mik­ið líf en murt­an er stund­um á und­an að stela beit­unni. Krökk­um finnst það reynd­ar oft allt í lagi og bara gam­an að veiða þenn­an litla fisk. Yf­ir­leitt eru þetta bleikja eða urriði í vötn­um lands­ins þótt það sé mis­jafnt eft­ir tíma­bil­um hvað fisk­ur­inn tek­ur. Einnig má benda á Ell­iða­vatn og Með­al­fells­vatn í Kjós sem er vinælt hjá ung­um veiði­mönn­um lands­ins.“

MYND/ÚR EINKASAFNI

FALLEGUR FISKUR Efni­leg­ur veiði­mað­ur við sjó­bleikjuá á Norð­ur­landi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.