GÖMUL HÖNN­UN ENDURVAKIN

LÍNAN KYNNIR Danska fyr­ir­tæk­ið Sika-Design hef­ur nú haf­ið end­ur­fram­leiðslu á reyr­rólu sem naut mik­illa vin­sælda á ní­unda ára­tugn­um.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Við vor­um að taka ról­una í end­ur­sölu, hún hef­ur ver­ið ófá­an­leg í ald­ar­fjórð­ung,“seg­ir Hrund Kristjáns­dótt­ir, eig­andi Lín­unn­ar sem hef­ur ver­ið starf­rækt frá ár­inu 1976. „Á fyrstu ár­un­um seld­um við gríð­ar­lega mik­ið af reyr­hús­gögn­um. Vel gerð reyr­hús­gögn eru mjög sterk og end­ing­ar­góð.“

Fyrir rúm­um 50 ár­um kynnti SikaDesign reyr­ról­una „Hang­andi egg“fyrst til sög­unn­ar. Nú hef­ur hönn­un­art­eym­ið haf­ið end­ur­fram­leiðslu á ról­unni. „Hún nýt­ur mik­illa vin­sælda um þess­ar mund­ir,“seg­ir Hrund og bæt­ir við að ról­an sé tíð­ur gest­ur í er­lend­um hús­bún­að­ar­tíma­rit­um og blogg­síð­um inn­an­húss­blogg­ara. „Það er gam­an að segja frá því að sams kon­ar róla var til sölu í Lín­unni um 1980 og naut einnig mik­illa vin­sælda þá.“

Ról­an er hluti af ORIGINALS-lín­unni sem sæk­ir inn­blást­ur til upp­hafs­ára Sika-Design, um 1950-1960. Fyr­ir­tæk­ið er danskt og starf­ræk­ir verk­smiðj­ur í Indó­nes­íu þar sem fram­leiðsl­an er öll hand­gerð. „Fyr­ir­tæk­ið er um­hverf­is­vott­að og not­ar ekki börn við fram­leiðslu á vör­um sín­um,“seg­ir Hrund. „Það finnst okk­ur mik­il­vægt.“

er til húsa í Bæj­arlind 16 í Kópa­vogi. Op­ið er alla virka daga frá 12-18. Hægt er að hafa sam­band í síma 5537100. Nán­ari upp­lýs­ing­ar má nálg­ast á heima­síðu Lín­unn­ar, www.lin­an.is, og á Face­book-síðu versl­un­ar­inn­ar.

MYND/GVA

VIN­SÆL RÓLA Hrund seg­ir hús­gögn úr reyr bæði sterk og end­ing­ar­góð séu þau vel gerð. Reyr­ról­an nýt­ur mik­illa vin­sælda.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.