SKAP­ANDI VINKONUR

MIK­IL VINNA Mar­grét Unn­ur, Anna Maggý og Marta Hlín halda uppi blogg­inu Adu­lescentul­us. Þær taka við­töl, fara í heim­sókn­ir og margt fleira.

Fréttablaðið - FÓLK - - TÍSKA -

Vin­kon­urn­ar Anna Maggý, Marta Hlín og Mar­grét Unn­ur fengu það skemmti­lega verk­efni í sum­ar að byrja tísku­blogg á veg­um skap­andi sum­arstarfa í Kópa­vogi. Blogg­ið heit­ir því und­ar­lega nafni Adu­lescentul­us, sem er lat­ína og merk­ir ung­ur mað­ur, enda snýst blogg­ið um ungt fólk. Það sem ein­kenn­ir blogg­ið er að það fjall­ar ekki um þær sjálf­ar. „Okk­ur lang­aði ekki að vera alltaf að blogga um okk­ur sjálf­ar. Við för­um í heim­sókn­ir, skoð­um her­bergi og tök­um við­töl við skap­andi fólk og fræð­umst um hvað það er að gera. Matar­færsl­ur eru inni á milli og svo för­um við í bæ­inn og tök­um mynd­ir af götu­tísk­unni,“seg­ir Mar­grét Unn­ur.

Það sem hef­ur vak­ið at­hygli eru mynda­þætt­irn­ir sem stelp­urn­ar gera frá grunni. „Við redd­um föt­um, finn­um um­hverfi, sjá­um um förð­un, tök­um flest­ar mynd­irn­ar og vinn­um þær. Það tek­ur mest­an tíma að vinna í kring­um mynda­tök­urn­ar,“út­skýra stelp­urn­ar. Mik­il vinna er lögð í hverja ein­ustu færslu hjá þeim, enda eru þær í fullri vinnu við blogg­ið. Blogg­ið hef­ur að­eins ver­ið í gangi í einn og hálf­an mán­uð en þrátt fyrir það fá þær fjöl­marg­ar heim­sókn­ir á síð­una.

Stelp­urn­ar leita sér að inn­blæstri í um­hverf­inu. „Fólk­ið í kring­um okk­ur veit­ir okk­ur mik­inn inn­blást­ur. Net­ið gef­ur okk­ur auð­vit­að líka hug­mynd­ir og þar finn­um við jafn­vel spenn­andi fólk sem okk­ur lang­ar til þess að taka við­töl við,“seg­ir Marta.

Þær vinkonur kynnt­ust í Mennta­skól­an­um við Hamra­hlíð og sóttu um starf­ið sam­an. Í haust mun þó Anna Maggý flytja til London og vera í fjar­námi við Fjöl­braut í Breið­holti. Stelp­urn­ar eru að gera ótrú­lega góða hluti þrátt fyrir að vera að­eins á átjánda ald­ursári. „Þetta er klár­lega skemmti­leg­asta vinna sem við höf­um unn­ið við. Það er al­veg frá­bært að vinna hjá skap­andi sum­arstörf­um og gera það sem við elsk­um,“seg­ir Anna. Til þess að skoða blogg­ið er hægt að fara inn á adu­lescentul­us.blog­spot.com.

MYND/DANÍEL

VINKONUR Mar­grét Unn­ur, Anna Maggý og Marta Hllín halda uppi blogg­inu Adu­lescentul­us.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.