GLEYMSKA VARÐ AÐ HUGMYND

HÖNNUN Á bak við hönn­un­ar­stof­una Tetriz standa þrír hönn­uð­ir sem all­ir lærðu í Mílanó. Fyrsta vöru­lína þeirra kom til vegna gleymsku.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

Við kynnt­umst í hönn­un­ar­námi í Mílanó og ætl­uð­um alltaf að gera eitt­hvað sam­an. Við opn­uð­um stof­una í vor,“út­skýr­ir Auð­ur Elísa­bet Jóns­dótt­ir inn­an­húss­hönn­uð­ur en hún hef­ur, ásamt Markúsi Stef­áns­syni og Ró­bert Gísla­syni, sett á fót hönn­un­ar­stúd­íó­ið Tetriz.

Fyrsta eig­in vöru­lína Tetriz eru límmið­ar sem ein­falda hvers­dags­líf­ið heima og urðu til vegna gleymsku.

„Ég var alltaf að gleyma sím­an­um mín­um heima og þá datt okk­ur í hug að hanna minn­ismiða á vegg, límmiða eða mynd­ir af hlut­um sem gleym­ast oft svo sem sími, lykl­ar, gler­augu og fleira. Fólk get­ur val­ið hluti sem því sjálfu hætt­ir til að gleyma og límt und­ir setn­ing­una Gleym mér ei,“seg­ir Auð­ur en límmið­arn­ir fara í sölu í Heim­kaup. „Þá er­um við einnig að vinna þvotta­leið­bein­ing­ar á límmiða en strák­arn­ir voru að grín­ast með að þeir þekktu ekki merk­ing­arn­ar. Þeg­ar við fór­um að skoða þær betur sá ég að ég þekkti þær ekki held­ur. Við ætl­um því að út­færa þvotta­merk­ing­arn­ar í skemmti­leg­um litl­um límmið­um.“

Auð­ur seg­ir þau hafa haft nóg að gera frá því þau opn­uðu stof­una og verk­efn­in séu af ýms­um toga.

„Þetta fer vel af stað enda er­um við op­in fyr­ir öll­um hug­mynd­um og verk­efn­um. Við Markús er­um inn­an­húss­hönn­uð­ir með master í iðn­hönn­un og höf­um ekki ver­ið að tak­marka okk­ur við eitt­hvað eitt. Tetriz hef­ur feng­ist við inn­an­hús­hönn­un, graf­íska hönnun og við sjá­um einnig um ým­iss kon­ar prent­un, til dæm­is á vegg­fóðri. Við höf­um líka ver­ið að hjálpa fólki, sem geng­ur með ein­hverja hugmynd að hönnun í mag­an­um, við koma henni í fram­kvæmd,“út­skýr­ir Auð­ur.

Nán­ar má for­vitn­ast um Tetriz á www. tetriz.is og á Face­book.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.