VER­IÐ VEIK HEIMA

VEIKINDADA­GAR Það get­ur vaf­ist fyr­ir fólki að taka lög­boðna veik­inda­daga þeg­ar um­gangspest­ir banka upp á en með því ger­ir sá lasni það eina rétta.

Fréttablaðið - FÓLK - - HEILSA -

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar rann­sókn­ar sýna að tveir veikindada­gar las­ins starfs­manns draga veru­lega úr lík­um á því að vinnu­fé­lag­ar hans smit­ist af pest­inni, eða 40 pró­sent.

Rann­sókn­in var unn­in af vís­inda­mönn­um við Pitts­burgh-há­skóla og úr­tak­ið átta­tíu starfs­menn sem deildu sama vinnu­stað. Þátt­tak­end­ur fengu á hend­ur sín­ar lít­inn dropa vatns í byrj­un vinnu­dags en einn óaf­vit­andi dropa með veir­um sem valda kvefi, flensu­ein­kenn­um og magapest. Eft­ir að­eins fjór­ar klukku­stund­ir hafði helm­ing­ur starfs­manna smit­ast af ein­hverri veirunni með því einu að snerta yf­ir­borð hluta á vinnu­stað og sjö­tíu pró­sent fundu fyr­ir ein­kenn­um maga­k­veisu.

„Með því að vera heima einn veik­inda­dag frá vinnu minnka lík­ur á smiti til sam­starfs­fólks um 25 pró­sent og fjöru­tíu pró­sent ef veik­inda­dag­arn­ir eru tveir,“seg­ir far­sóttar­fræð­ing­ur­inn dr. Supriya Kum­ar sem vann að rann­sókn­inni.

Kum­ar von­ast til að nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar­inn­ar hvetji launa­fólk til að vera las­ið heima í stað þess að fara veikt til vinnu því um raun­veru­leg­an ávinn­ing sé að ræða; bæði fyr­ir þann veika, vinnu­fé­laga hans og fyr­ir­tæk­ið sem spar­ar stór­ar fjár­hæð­ir þeg­ar á allt er lit­ið.

„Vinn­andi fólk hik­ar stund­um við að nýta veik­inda­daga sína og ótt­ast að vera lit­ið horn­auga fyr­ir það eitt að verða veikt. Við bæt­ist sam­visku­bit yf­ir því að setja auk­ið álag á vinnu­fé­lag­ana. Veikindada­gar eru hins veg­ar skyn­sam­leg­asti kost­ur­inn og ef all­ir tækju þá al­var­lega yrðu færri starfs­menn veik­ir, af­köst heild­ar­inn­ar ykj­ust til muna og dreg­ið væri úr heild­ar­kostn­aði fyr­ir­tæk­is­ins.“

Nið­ur­stöð­ur eldri rann­sókn­ar Arizona-há­skóla sýna að ekki þarf fleiri en einn las­inn starfs­mann til að helm­ing­ur starfs­fólks smit­ist við að snerta yf­ir­borð hluta á vinnu­stað. Nið­ur­stöð­ur beggja rann­sókna sýna einnig fram á að hand­þvott­ur og hrein­læti draga veru­lega úr lík­um á smiti.

VAN­LÍЭAN Það er aldrei gott að verða veik­ur en með því að ná heilsu á ný heima í rúmi í stað þess að mæta veik­ur til vinnu, má draga úr smiti á vinnu­stað um allt að fjöru­tíu pró­sent.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.