AFT­UR Á ÞJÓÐHÁTÍÐ

FJÖR St­uð­menn fagna 30 ára af­mæli kvik­mynd­ar­inn­ar Með allt á hreinu á tón­leik­um á Þjóðhátíð í Eyj­um um helg­ina. Þessi vin­sæla bíó­mynd var ein­mitt að hluta til kvik­mynd­uð þar.

Fréttablaðið - FÓLK - - FORSÍÐA -

St­uð­menn eru ekki ókunn­ug­ir Þjóðhátíð í Eyj­um þar sem þeir tróðu upp fyrr á ár­um. Nú verð­ur leik­ur­inn end­ur­tek­inn en Tómas Tómas­son, bassa­leik­ari hljóm­sveit­ar­inn­ar, seg­ir að tón­leik­arn­ir verði á föstu­dags­kvöld­ið. „Þeir verða svip­að­ir og í Hörpu í vet­ur. Áð­ur fyrr lék­um við öll kvöld­in í Eyj­um en nú verð­um við að­eins þetta eina kvöld,“seg­ir hann. „Hljóm­sveit­in hafði ver­ið í langri pásu þeg­ar tón­leik­arn­ir voru haldn­ir í Hörpu en nú eru all­ir í fínu formi og áhersl­an er á tón­list­ina úr mynd­inni Með allt á hreinu,“seg­ir Tómas.

Það er ljóst að gest­ir ættu að geta sung­ið með hljóm­sveit­inni. Flest­ir kunna smell­ina sem ein­kenndu bíó­mynd­ina, eins og Einsa kalda. Tómas seg­ist von­ast til að veðr­ið verði gott um helg­ina. „Síð­ast þeg­ar við vor­um á Þjóðhátíð rigndi óskap­lega en þá spil­uð­um við á gamla svið­inu. Ég hlakka mik­ið til að troða upp á nýju og glæsi­legu sviði. Þar er miklu betri að­staða og út­sýni fyr­ir áhorf­end­ur,“seg­ir Tómas sem seg­ist aldrei hafa far­ið á Þjóðhátíð til að skemmta sér, að­eins öðr­um. „Ég fór einu sinni á úti­há­tíð í Húsa­felli. Þá var ég 14 ára og hlustaði á Hljóma. Fljót­lega eft­ir það fór ég að spila um versl­un­ar­manna­helg­ar. Það voru ein­göngu vinnu­ferð­ir.“

St­uð­menn léku í mörg ár í Atla­vík um versl­un­ar­manna­helg­ina. „Þar var alltaf mik­ill mann­fjöldi sem kom alls stað­ar að af land­inu,“seg­ir Tómas. Marg­ir muna eft­ir því þeg­ar bít­ill­inn Ringo St­arr mætti þang­að ár­ið 1984 á veg­um hljóm­sveit­ar­inn­ar og Tómas minn­ist þess með gleði. „Það var eig­in­lega til­vilj­un að hann var ekk­ert að gera þessa helgi og gat kom­ist til að spila með okk­ur.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.