ÞARMABAKTE­RÍUR OG HOLDAFAR

OFFITA Til­tekn­ar þarmabakte­ríur geta haft áhrif á holdafar. Til­tek­ið mataræði hef­ur svo áhrif á bakt­erí­urn­ar og virkni þeirra.

Fréttablaðið - FÓLK - - HEILSA -

Am­er­ísk rann­sókn, sem greint er frá í vís­inda­tíma­rit­inu Science fyrr í vet­ur, gef­ur til kynna að beint sam­band sé á milli til­tek­inna þarma­bakt­ería og offitu. Aðr­ar rann­sókn­ir hafa bent í sömu átt og að til­tek­inn matur geti haft áhrif á um­rædd­ar bakt­erí­ur. Í rann­sókn­inni voru tek­in bakt­eríu­sýni úr þörm­um tví­bura með ólíkt holdafar, þar sem ann­ar var feit­lag­inn en hinn grann­ur. Bakt­erí­urn­ar voru færð­ar yf­ir í mýs sem rækt­að­ar voru í dauð­hreins­uðu um­hverfi og því ekki í neinni snert­ingu við aðr­ar bakt­erí­ur. Mýsn­ar voru hafð­ar ein­ar í búri og fengu hefð­bund­ið músa­fæði í sömu skammta­stærð­um.

Þær mýs sem fengu bakt­erí­ur úr feit­lögnu tví­burun­um bættu meira á sig en þær sem fengu bakt­erí­ur úr þeim mjóu. Þeg­ar mýsn­ar voru svo sett­ar sam­an í búr virt­ust feit­lögnu mýsn­ar verða fyr­ir áhrif­um af því að kom­ast í snert­ingu við bakt­erí­ur þeirra mjóu og grennt­ust á um það bil viku. Grönnu mýsn­ar fitn­uðu hins veg­ar ekki og virt­ust ráða bug á bakt­erí­um feit­lögnu músanna. Í kjöl­far­ið spurðu menn sig að því hvers vegna offita væri þá jafn út­breitt og vax­andi vanda­mál og raun­in er.

Til að kanna það nán­ar var mataræði músanna breytt. Hluti þeirra fékk trefja­ríkt og fitusnautt fæði en hluti trefjasnau­tt og fitu­ríkt fæði. Þeg­ar mýsn­ar voru svo sett­ar sam­an í búr kom í ljós að mjóu mýsn­ar sem höfðu ver­ið ald­ar á óholl­um mat höfðu ekki leng­ur sömu áhrif á þær feit­lögnu og héldu þær því áfram að fitna.

Vís­inda­menn­irn­ir von­ast til þess að nið­ur­stöð­urn­ar verði til þess að tek­ið verði meira mið af bakt­eríuflóru fólks við með­ferð offitu í fram­tíð­inni og mataræð­inu stjórn­að til sam­ræm­is við hana.

MATARÆÐIÐ SKIPT­IR EFT­IR SEM ÁЭUR MÁLI Vís­inda­menn­irn­ir von­ast til þess að nið­ur­stöð­urn­ar verði til þess að tek­ið verði meira mið af bakt­eríuflóru fólks við með­ferð offitu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.